Kjartan Már aftur í veikindaleyfi

Kjartan Már Kjartansson.
Kjartan Már Kjartansson.

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, er kom­inn aft­ur í veik­inda­leyfi og Hall­dóra Fríðar Þor­valds­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs, mun sinna starfi bæj­ar­stjóra á meðan.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs frá því í morg­un. 

„Bæj­ar­ráð mót­tek­ur til­kynn­ingu um veik­inda­leyfi Kjart­ans Más Kjart­ans­son­ar bæj­ar­stjóra. Sam­kvæmt lækn­is­vott­orði, dags. 13. mars 2025, kem­ur fram að hann verði óvinnu­fær með öllu til 1. júní nk.,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Greind­ist með krabba­mein á síðasta ári

Kjart­an hóf störf að nýju 1. fe­brú­ar eft­ir tæp­lega fimm mánaða veik­inda­leyfi.

„Eins og fram hef­ur komið greind­ist Kjart­an Már með krabba­mein í blöðru­hálskirtli í júlí sl. Hann hóf lyfjameðferð strax en í nóv­em­ber hófst geislameðferð sem lauk um miðjan des­em­ber og hann svaraði vel. Síðan þá hef­ur Kjart­an Már verið að safna kröft­um og gengið vel,“ sagði í til­kynn­ingu á vef bæj­ar­ins síðast þegar hann tók aft­ur til starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert