Láta róbótana sjá um garðsláttinn

Andri Þór Bergmann og Arngrímur Egill Gunnarsson reka saman Garðfix.
Andri Þór Bergmann og Arngrímur Egill Gunnarsson reka saman Garðfix. mbl.is/Árni Sæberg

Hefðbund­inn garðslátt­ur gæti fyrr en síðar heyrt sög­unni til, þökk sé nýj­ung á markaðnum. Skóla­fé­lag­arn­ir Arn­grím­ur Eg­ill Gunn­ars­son og Andri Þór Berg­mann hafa stofnað fyr­ir­tækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálf­virk­um sláttu­vél­um, svo­nefnd­um slátturó­bót­um.

Fé­lag­arn­ir stofnuðu fyr­ir­tækið árið 2023 og var árið í fyrra fyrsta heila rekstr­ar­árið.

„Ég fékk hug­mynd­ina þegar pabbi fjár­festi í slátturó­bót árið 2021 og fól mér að sjá um hann. Ég sá fljót­lega hvernig garður­inn gjör­breytt­ist á aðeins einu sumri,“ seg­ir Arn­grím­ur Eg­ill sem not­ar orðið ró­bót í þessu sam­hengi. Einnig mætti ræða um sláttuþjarka.

Átti kenni­tölu

„Ég átti þá kenni­tölu frá ár­inu 2022 utan um aðra viðskipta­hug­mynd sem ég hafði ekki verið að nota og þannig varð Garðfix til. Ég heyrði í Andra Þór og hann kom með mér í þetta. Ég hefði ekki haldið áfram einn ef ekki hefði verið fyr­ir Andra Þór. Mig langaði alltaf að búa eitt­hvað til með ein­hverj­um öðrum. Við Andri Þór erum skóla­fé­lag­ar í Verzl­un­ar­skól­an­um og höfðum þetta árið verið í mikl­um hug­leiðing­um um að stofna eitt­hvað sam­an og svo sá ég kjörið tæki­færi í að hanna eitt­hvað í kring­um slátturó­bót­ana,“ seg­ir Arn­grím­ur Eg­ill.

„Hann kom til mín og sagðist vera með hug­mynd. Svo vor­um við all­an vet­ur­inn 2023 að leggja grunn­inn að fyr­ir­tæk­inu. Við vild­um hafa allt til­búið áður en við fær­um af stað,“ seg­ir Andri Þór.

Slá grasið dag­lega

Garðslátt­ur­inn fer þannig fram að Garðfix leig­ir viðskipta­vin­um slátturó­bóta í fimm mánuði á ári, frá byrj­un maí og fram á haust. Ró­bót­arn­ir eru fram­leidd­ir af Husqvarna.

„Ró­bót­arn­ir slá grasið á hverj­um degi og við still­um þá þannig að þeir slá grasið mjög ört svo það fell­ur smátt niður í jörðina og verður eins og áburður. Því þarf ekki að raka og heyja tún­in. Við tók­um strax eft­ir því að slátt­ur­inn styrk­ir grasvöxt­inn, þykk­ir grasið og ger­ir það grænna,“ seg­ir Arn­grím­ur Eg­ill.

„Aðferðin fel­ur því í sér hringrás og sjálf­bærni en í stað þess að þurfa að urða grasið nýt­ist það sem áburður,“ seg­ir Andri Þór.

Það hljóm­ar of gott til að vera satt?

„Það er rétt,“ seg­ir Arn­grím­ur Eg­ill. „Við höf­um fundað með full­trú­um sveit­ar­fé­laga og þeir hrein­lega trúa því ekki að þetta sé raun­in.“

Marg­ir sláttuþjark­ar eru í boði hjá Garðfix sem slá frá 400 og upp í 50 þúsund fer­metra gras­flöt. Þeir eru raf­knún­ir og því þarf að hafa hleðslu­stöð.

Að sögn Andra Þórs hafa ekki komið upp vanda­mál vegna þessa. Fyr­ir­tækið sé enda lausnamiðað og hægt sé að setja upp raf­tengil sé þess þörf.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert