Magnús naut meiri stuðnings meðal stúdenta

Magnús Karl laut í lægra haldi í rektorskosningum Háskóla Íslands.
Magnús Karl laut í lægra haldi í rektorskosningum Háskóla Íslands. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Magnús Karl Magnús­son pró­fess­or naut meiri stuðnings í rektors­kjöri Há­skóla Íslands meðal stúd­enta held­ur en Silja Bára R. Ómars­dótt­ir og fékk heilt yfir fleiri at­kvæði.

Aft­ur á móti fékk Silja fleiri at­kvæði meðal kenn­ara og at­kvæði þeirra voru með tals­vert meira vægi held­ur en at­kvæði stúd­enta.

Þetta kem­ur fram á heimasíðu Há­skóla Íslands.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld þá var Silja Bára kjör­in rektor með 50,7% greiddra at­kvæða eft­ir vigt­un. 

Fékk 468 fleiri at­kvæði meðal nem­enda

At­kvæði greiddu alls 1.543 starfs­menn eða 88,1% á kjör­skrá og 5.336 stúd­ent­ar eða 41,7% á kjör­skrá. Þá voru sam­tals 110 at­kvæði greidd af starfs­mönn­um sem fengu hálft at­kvæði, en það eru starfs­menn í hluta­starfi.

At­kvæði starfs­fólks vógu 70% í kjör­inu og at­kvæði nem­enda 30%.

Magnús Karl fékk 2.837 at­kvæði meðal stúd­enta og Silja Bára fékk 2.369 at­kvæði.

Aft­ur á móti fékk Silja Bára 714 at­kvæði meðal starfs­manna með heilt at­kvæði en Magnús Karl 590 at­kvæði meðal starfs­manna með heilt at­kvæði.

Magnús Karl fékk 58 at­kvæði meðal starfs­manna með hálft at­kvæði en Silja Bára fékk 50,5 at­kvæði meðal starfs­manna með hálft at­kvæði.

Fékk 50,7% at­kvæða eft­ir vigt­un

Eft­ir vigt­un í takti við vægi at­kvæða fékk Silja Bára því rúm­lega 37% af heild­ar­fjölda at­kvæða kenn­ara og rúm­lega 13% at­kvæða frá stúd­ent­um, eða sam­an­lagt 50,7% at­kvæða.

Magnús Karl fékk 47,6% at­kvæða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka