Norskir ríkisstyrkir hafa áhrif

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Hallur Már

Fjórðung­ur af hluta­fé í stærstu út­gerðarfé­lög­um lands­ins er í eigu líf­eyr­is­sjóða og er sam­an­lagt markaðsvirði þess­ara bréfa um 97 millj­arðar króna. Stærsti hlut­ur líf­eyr­is­sjóða er í Brimi hf. þar sem átta líf­eyr­is­sjóðir fara sam­an­lagt með 37,43% af hluta­fé fé­lags­ins.

Rík­is­stjórn­in sagði í vik­unni við kynn­ingu á frum­varpi er sner­ist um tvö­föld­un veiðigjalda að mark­miðið væri fyrst og fremst að inn­heimta aukn­ing­una af stærri og fjár­sterk­um út­gerðum. Sex sam­stæður greiddu um helm­ing inn­heimtra veiðigjalda á síðasta ári og má því ætla að þung­inn af fyr­ir­hugaðri hækk­un legg­ist á þess­ar sömu sam­stæður.

Óskyn­sam­legt hjá rík­is­stjórn

„Mér finnst þetta óskyn­sam­leg ákvörðun hjá rík­is­stjórn­inni. Það vant­ar sam­tal við grein­ina og grein­ingu á af­leiðing­un­um fyr­ir fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og lands­byggðina,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri Brims í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að miða veiðigjald upp­sjáv­ar­teg­unda við verð á upp­boðsmörkuðum í Nor­egi sæta sér­stakri gagn­rýni. Þar í landi er stór hluti afla flutt­ur óunn­inn úr landi, þar sem land­vinnsla er ekki sam­keppn­is­hæf vegna launa­kostnaðar, en hrá­efn­is­kostnaður hár.

Í Nor­egi nýt­ur sjáv­ar­út­veg­ur veru­legra rík­is­styrkja, en skilið er á milli veiða og vinnslu, sem aft­ur hef­ur mik­il áhrif á markaðsverð hrá­efn­is. Verði frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar að lög­um mun sá norski veru­leiki hafa bein áhrif á veiðigjöld á Íslandi.

Norðmenn höfnuðu veiðigjaldi

Þegar auðlinda­gjöld á fisk­eldi voru til umræðu í Nor­egi var því velt upp hvort inn­leiða ætti auðlinda­gjald á fisk­veiðar. Mat norska rík­is­stjórn­in það svo að heild­ar­auðlindar­enta í norsk­um sjáv­ar­út­vegi væri sex millj­arðar norskra króna, jafn­v­irði um 75 millj­arða ís­lenskra króna.

„Að loknu heild­armati hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að skatt­leggja ekki auðlindar­entu í sjáv­ar­út­vegi sér­stak­lega. Ástæða þess er að auðlindar­ent­an skil­ar sér til sjáv­ar­byggða með um­svif­um rekst­urs og at­vinnu,“ sagði í hvít­bók norskra stjórn­valda 2023.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert