Silja Bára næsti rektor Háskóla Íslands

Silja Bára hafði betur í rektorskjörinu.
Silja Bára hafði betur í rektorskjörinu. mbl.is/Árni Sæberg

Silja Bára R. Ómars­dótt­ir, pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild, er ný­kjör­inn rektor Há­skóla Íslands.

Úrslit­in voru kunn­gjörð í hátíðarsal aðal­bygg­ing­ar Há­skóla Íslands rétt í þessu.

Í til­kynn­ingu frá skól­an­um seg­ir að hún hafi fengið 50,7% greiddra at­kvæða í kjör­inu. Verður hún til­nefnd í embætti rektors af há­skólaráði til menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra.

Tvær um­ferðir af rektors­kjör­inu voru haldn­ar. Fyrri um­ferðinni lauk í síðustu viku en þar hlaut eng­inn fram­bjóðandi meiri­hluta og þurfti því aft­ur að greiða at­kvæði um þá tvo fram­bjóðend­ur sem hlutu flest at­kvæði en það voru þau Silja Bára og Magnús Karl Magnús­son.

Seinni um­ferðinni lauk svo klukk­an 17 í dag.

Áður en úr­slit­in voru til­kynnt op­in­ber­lega funduðu bæði Magnús Karl og Silja Bára með kjör­stjórn­inni. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert