Strætó tekur u-beygju

mbl.is/Hari

Strætó skilaði í fyrra hagnaði í fyrsta sinn síðan 2017. Farþegum Strætó fækkaði samt nokkuð milli ára meðan seink­un­um fjölgaði. Viðsnún­ing­ur­inn skýrist aðallega af aukn­um fram­lög­um frá hinu op­in­bera, hækk­un far­gjalda og lækk­un launa­kostnaðar.

Hagnaður Strætó bs. nam 204 millj­ón­um árið 2024. Árið 2023 nam tap Strætó 374 millj­ón­um en sam­an­lagt tap árin 2018-2023 nem­ur tæp­lega 2,3 millj­örðum kr. 

„Við sjá­um ekk­ert annað en bjarta tíma fram und­an,“ seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, í sam­tali við mbl.is en þegar hann er spurður hvort þessi þróun í rekstr­in­um muni halda áfram bend­ir hann á að mikl­ar breyt­ing­ar fylgi borg­ar­lín­unni, sem nú er verið að fram­kvæma. „Ég hugsa að Strætó verði ekki lengi til í þeirri mynd sem það er í dag.“

670 kr. – Er miðaverð komið að þol­mörk­um? 

Í árs­reikn­ingi byggðasam­lags­ins seg­ir að rekstr­ar­bat­inn skýrist aðallega af aukn­um rekstr­ar­tekj­um, sem hækkuðu um 774 m.kr. en þær séu aðallega til komn­ar vegna hærri fram­laga frá eig­end­um Strætó (+389 m.kr.), hækk­un far­gjalda (+138 m.kr.) og lækk­un launa­kostnaðar (-229 m.kr.).

Þegar Sam­göngusátt­mál­inn var upp­færður í ág­úst juk­ust fjár­fram­lög hins op­in­bera til Strætó en byggðasam­lagið er í eigu sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu: Reykja­vík­ur (60,30%), Kópa­vogs (14,60%), Hafn­ar­fjarðar (12,50%), Garðabæj­ar (6,24%), Mos­fells­bæj­ar (4,07%) og Seltjarn­ar­ness (2,29%).

Byggðasam­lagið hef­ur að und­an­förnu hækkað gjald­skrá sína tvisvar á ári í sam­ræmi við verðbólgu. Í byrj­un 2024 kostaði full­orðinsmiði 570 kr. en hann kostaði síðan 650 kr. í lok árs­ins.

Í dag kost­ar full­orðinsmiði 670 kr. en Jó­hann­es seg­ir að mögu­lega séu ein­hverj­ir liðir gjald­skrár­inn­ar komn­ir að þol­mörk­um og úti­lok­ar ekki að látið verði af frek­ari hækk­un­um. „En við eig­um eft­ir að taka sam­talið í vor hvort það verði hækk­un eða hvort við för­um í aðra breyt­ingu á gjald­skrá,“ seg­ir Jó­hann­es.

Lækk­un launa­kostnaðar skýrist aðallega af óreglu­leg­um gjald­færsl­um frá 2023.

Vögn­um seinkaði og farþegum fækkaði

Þrátt fyr­ir þess­ar já­kvæðu breyt­ing­ar er ald­ur vagna Strætó of hár sem veld­ur aukn­um rekstr­ar­kostnaði, að því er fram kem­ur í árs­reikn­ingn­um.

Seinkan­ir juk­ust einnig í leiðakerfi Strætós á höfuðborg­ar­svæðinu í fyrra og hef­ur farþegum fækkað fyr­ir vikið. Stund­vísi vagn­anna var mæld síðasta nóv­em­ber og kom í ljós að leið 2 væri sein í helm­ingi til­fella og marg­ar aðrar fjöl­farn­ar leiðir sein­ar í þriðjungi til­fella.

„Á ár­inu í fyrra vor­um við mjög sein. Um­ferðin hafði veru­leg áhrif á okk­ur þannig að við vor­um ekki að ná sama farþega­fjölda í fyrra og í hitt í fyrra,“ út­skýr­ir Jó­hann­es og tek­ur fram að árið 2024 hafi verið 12 millj­ón­ir inn­stiga í vagna, sam­an­borið við 12,6 millj­ón­ir árið 2023.

Þó er gert ráð fyr­ir fjölg­un inn­stiga í ár, sam­hliða þjón­ustu­aukn­ingu í haust.

Strætó ger­ir upp covid

Jó­hann­es seg­ist sjá „dug­lega aukn­ingu“ í notk­un snerti­lausra greiðslna, sem voru ný­lega inn­leidd­ar. „En við eig­um eft­ir að greina hvort að á móti minnki pen­ing­ar í bauk­um,“ bæt­ir hann við en Strætó stefn­ir á að hætta að taka við reiðufé í sum­ar.

Í byrj­un árs hóf Strætó að sekta þá farþega sem greiða ekki far­gjald í stræt­is­vagna. Auk þess voru skerðing­ar frá tím­um kór­ónu­veirunn­ar loks­ins dregn­ar til baka í janú­ar. Ástæða þess að ekki var hægt að koma þjón­ust­unni fyrr í sama horf og fyr­ir far­ald­ur var fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lag­anna að sögn Jó­hann­es­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert