Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2024 meðal nýfæddra barna sem voru samtals 4.346 einstaklingar.
Emil og Jökull voru vinsælustu fyrstu eiginnöfn drengja og Aþena og Embla voru vinsælust á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og Sól á meðal stúlkna.
31 dreng var gefið nafnið Emil og 31 dreng nafnið Jökull. Næst vinsælustu nöfnin meðal drengja voru Óliver og Matthías.
Aþena og Embla voru vinsælustu nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.
Ef horft er á samanburð á milli ára má sjá að drengjanöfnin Emil og Jökull taka fyrsta sætið af Birni. Matthías tekur stökk úr 41. sæti í fjórða og nafnið Birkir eykst einnig verulega í vinsældum. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Aþena og Embla taka fyrsta sætið af Emilíu. Nöfnin Emilía, Birta og Sara raða sér í sætin þar á eftir. Hástökkið á topp 10 listanum er nafnið Júlía sem fer úr 33. sæti í það 7. - 10.