Vinsælustu nöfnin 2024

Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2024.
Þjóðskrá hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2024. mbl.is/Árni Sæberg

Þjóðskrá hef­ur tekið sam­an vin­sæl­ustu nöfn á Íslandi árið 2024 meðal ný­fæddra barna sem voru sam­tals 4.346 ein­stak­ling­ar.

Emil og Jök­ull voru vin­sæl­ustu fyrstu eig­in­nöfn drengja og Aþena og Embla voru vin­sæl­ust á meðal stúlkna. Þór var vin­sæl­asta annað eig­in­nafn drengja og Sól á meðal stúlkna.

31 dreng var gefið nafnið Emil og 31 dreng nafnið Jök­ull. Næst vin­sæl­ustu nöfn­in meðal drengja voru Óli­ver og Matth­ías.

Aþena og Embla voru vin­sæl­ustu nöfn­in meðal ný­fæddra stúlkna sem fyrsta eig­in­nafn, en 22 stúlk­um var gefið nafnið Aþena og jafn­mörg­um nafnið Embla. Nöfn­in Em­il­ía, Birta og Sara koma þar á eft­ir en 20 stúlk­um var gefið hvert nafn.

Ef horft er á sam­an­b­urð á milli ára má sjá að drengja­nöfn­in Emil og Jök­ull taka fyrsta sætið af Birni. Matth­ías tek­ur stökk úr 41. sæti í fjórða og nafnið Birk­ir eykst einnig veru­lega í vin­sæld­um. Hvað stúlk­urn­ar varðar má sjá að Aþena og Embla taka fyrsta sætið af Em­il­íu. Nöfn­in Em­il­ía, Birta og Sara raða sér í sæt­in þar á eft­ir. Há­stökkið á topp 10 list­an­um er nafnið Júlía sem fer úr 33. sæti í það 7. - 10.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert