Framkvæmdir kærðar til lögreglu

Skógræktarsvæðið umdeilda í grennd við Húsavík.
Skógræktarsvæðið umdeilda í grennd við Húsavík. Ljósmynd/Sigurjón Jónsson

Fugla­vernd­ar­fé­lag Íslands, Fugla­vernd, hef­ur kært til lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra fram­kvæmd­ir sem að sögn fólu í sér um­tals­vert rask á mó­lendi og varp­lendi fugla við Húsa­vík.

Fram­kvæmd­irn­ar fóru fram sum­arið 2024 og seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um að jarðveg­ur hafi verið unn­inn og trjá­plönt­ur gróður­sett­ar í tengsl­um við skóg­rækt til kol­efn­is­bind­ing­ar. Þá er sagt að fram­kvæmd­irn­ar hafi farið fram á varp­tíma fugla.

Kær­an bein­ist að meintu broti á nátt­úru­vernd­ar­lög­um nr. 60/​2013 og villi­dýra­lög­um nr. 64/​1994 en mögu­lega hafa lög nr. 55/​2013 um vel­ferð dýra einnig verið brot­in.

Njóta vernd­ar sam­kvæmt lög­um 

 „Í kær­unni kem­ur fram að fram­kvæmd­in hafi raskað mik­il­væg­um varps­væðum fugla­teg­unda, svo sem heiðlóu og spóa, sem njóta vernd­ar sam­kvæmt lög­um og eru auk þess ábyrgðar­teg­und­ir Íslands. Fram­kvæmd­ir fóru mögu­lega fram án nauðsyn­legs mats eða leyf­is sam­kvæmt lög­um, en mál Yggdras­ils og fleiri aðila vegna fram­kvæmda á þrem­ur svæðum á tveim­ur jörðum í Norðurþingi er nú til meðferðar hjá Skipu­lags­stofn­un, sem og aðkoma sveit­ar­fé­lags­ins í því sam­bandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Álita­mál um skóg­rækt og kol­efn­is­bind­ingu

Seg­ir að málið hafi vakið umræðu um álita­mál í tengsl­um við skóg­rækt, kol­efn­is­bind­ingu, nátt­úru­vernd og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga. Fugla­vernd legg­ur áherslu á að tryggt sé að fram­kvæmdaaðilar og leyf­is­veit­end­ur fari að lög­um og virði vernd­ar­sjón­ar­mið þegar ráðist er í aðgerðir sem hafa nei­kvæð áhrif á nátt­úru­leg vist­kerfi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Fuglavend hefur áhyggjur af heiðlóunni og varpi fleiri fugla. Varplendi …
Fugla­vend hef­ur áhyggj­ur af heiðló­unni og varpi fleiri fugla. Varp­lendi þeirra geti rask­ast. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert