Misbauð hegðun borgarfulltrúa: „Ég biðst afsökunar“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:54
Loaded: 18.31%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:54
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Íbúi í Grafar­vogi sem var á hita­fundi seg­ir að sér hafi verið mis­boðið þegar Al­ex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata og var­a­full­trúi í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði, ræddi við gesti borg­ar­a­fund­ar um skipu­lags­mál í Gufu­nesi þann 20. mars.

Seg­ir hún Al­exöndru hafa „öskrað“ á móður sína, sett bring­una fram og baðað út hönd­um með kreppta hnefa. Hún er sögð hafa hækkað rödd sína og sagt „ertu að segja að ég sé að ljúga“.

Sjálf kann­ast Al­ex­andra ekki við að hafa verið með kreppta hnefa en seg­ir að sér þyki at­vikið leitt og sér eft­ir því að hafa hækkað róm­inn. 

Íbú­inn heit­ir Bergþóra Long og er 29 ára Grafar­vogs­búi. Á meðfylgj­andi mynd­bandi má sjá eft­ir­mála at­viks­ins þar sem Bergþóru er aug­ljós­lega mis­boðið yfir viðbrögðum Al­exöndru.

Hins veg­ar er at­vikið sjálft ekki á mynd­band­inu.

„Þú ert borg­ar­full­trúi Reykja­vík­ur,“ „þú raukst í hana,“ „þetta er út úr kú“ má heyra fólk segja á mynd­band­inu. Heyra má Al­exöndru malda í mó­inn í fyrstu áður en hún biðst af­sök­un­ar.

Hafi verið heitt í hamsi

Bergþóra var á fund­in­um ásamt móður sinni sem hún seg­ist hafa haft það á orði að borg­in væri ljúga hvað snert­ir upp­bygg­ingu á sam­göng­um í kring­um bygg­ing­ar­reit í Jöf­ur­bás í Gufu­nesi þar sem tvær blokk­ir hafa risið. Í fram­hald­inu hafi Al­ex­andra brugðist ókvæða við.

„Fund­in­um var skipt upp þannig að íbú­ar gátu farið á milli fjög­urra svæða þar sem hægt var að spyrja út í ákveðna þætti í skipu­lag­inu. Al­ex­andra var þarna á einu svæðinu og þar átti að vera hægt að spyrja hana nán­ar út í viss atriði,“ seg­ir Bergþóra.

Að sögn Bergþóru virt­ist Al­exöndru heitt í hamsi á fund­in­um fram að at­vik­inu sem um ræðir. Það hafi komið fram þegar hún talaði yfir fund­in­um í gegn­um míkró­fón. 

Bergþóra Long var á fundinum ásamt móður sinni sem upplifði …
Bergþóra Long var á fund­in­um ásamt móður sinni sem upp­lifði ógn­andi hegðun borg­ar­full­trú­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Blöskraði hegðunin 

„Það var hálf­gerð þvaga þarna en ég fór til henn­ar og spurði út í sam­göngu­mál hjá íbúðum sem þegar hafa risið þarna í Gufu­nesi. Sam­göngu­mál­in eru í bull­inu þarna og ekk­ert er búið að gera sem átti að gera. Þá kem­ur mamma inn í þá umræðu og seg­ist horfa til þessa upp­bygg­ing­ar­svæðis dag­lega og seg­ir borg­ina hafa logið til um þá sam­göngu­upp­bygg­ingu sem átti að fara fram í kring­um blokk­irn­ar,“ seg­ir Bergþóra.

Seg­ir hún Al­exöndru hafa gripið þessi orð móður henn­ar á lofti. 

„Þá veit­ist hún að mömmu, stíg­ur fram með bring­una út í loftið og baðar út hönd­um með kreppta hnefa og öskr­ar á hana: „Ertu að segja að ég sé að ljúga.“ Mjög agress­íft. Hún virt­ist band­brjáluð yfir þessu og manni blöskraði strax þessi hegðun,“ seg­ir Bergþóra. 

Látið valdið stíga sér til höfuðs 

Hún seg­ir móður sinni afar brugðið eft­ir at­vikið og hafi í raun verið eft­ir sig lengi á eft­ir. „Mér finnst galið að borg­ar­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg geti hagað sér svona,“ seg­ir Bergþóra.

„Við sökuðum hana ekki um að ljúga held­ur sögðum borg­ina hafa logið þegar talað var um sam­göngu­upp­bygg­ingu,“ seg­ir Bergþóra.

Bæði hún og móðir henn­ar eru starfs­menn hjá Reykja­vík­ur­borg. Bergþóra vinn­ur með fötluðum en móðir henn­ar í grunn­skóla.

„Þetta er ekki viðun­andi hegðun hjá kjörn­um full­trúa. Ég myndi aldrei haga mér svona í minni vinnu, að sýna fötluðum ein­stak­lingi að ég sé eitt­hvað betri en hann eða að líta á mig sem mann­eskju í valda­stöðu gagn­vart ein­hverj­um og haga sér svona. Mér finnst þetta sam­bæri­legt og að hún sé að láta valdið stíga sér til höfuðs með því að tala svona til okk­ar,“ seg­ir Bergþóra.

Átti ekki minn besta dag 

Al­ex­andra seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi ekki átt sinn besta dag á fund­in­um.

„Þetta var erfiður fund­ur og ekki minn besti dag­ur. Ég vissu­lega snög­greidd­ist þarna og hækkaði róm­inn, sem ég hefði ekki átt að gera. Ég var ekki með kreppt­an hnefa og það sem ég gerði með hönd­un­um, að baða þeim út, var meira svona spyrj­andi, eins og ég upp­lifði þetta,“ seg­ir Al­ex­andra.

Alexandra Briem, borgarfulltrúa Pírata, þykir leitt ef íbúinn upplifði ógnandi …
Al­ex­andra Briem, borg­ar­full­trúa Pírata, þykir leitt ef íbú­inn upp­lifði ógn­andi hegðun.

Hún seg­ir að henni þyki leitt ef móðir Bergþóru upp­lifði ógn­un af til­b­urðum henn­ar. 

„Mér þykir óskap­lega leitt að hún hafi upp­lifað það þannig, enda fór ég og bað hana inni­legr­ar af­sök­un­ar þegar ég áttaði mig á því að henni liði þannig. En það var aldrei til­gang­ur minn að vera ógn­andi,“ seg­ir Al­ex­andra.

„Mér leið ekki vel held­ur“

Spurð seg­ir Al­ex­andra að marga á fund­in­um hafa verið ósátta og niðri fyr­ir hvað snert­ir þær upp­bygg­ing­ar­hug­mynd­ir sem eru í Grafar­vogi þar sem m.a. stend­ur til að byggja á græn­um reit­um.

„Í raun­inni upp­lifði ég mig í þrem­ur til­tölu­lega heit­um sam­töl­um sam­tím­is þegar þetta kom upp. Það voru læti þarna og ég get al­veg skilið að fólki líði illa yfir þessu. Mér leið ekk­ert vel held­ur og auðvitað átti ég ekki að hækka róm­inn svona. Ég biðst af­sök­un­ar og mun reyna að passa mig í framtíðinni,“ seg­ir Al­ex­andra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka