Rannsóknahús tekur á sig mynd

Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingin muni líta út …
Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingin muni líta út horft frá Hringbraut. Teikning/Corpus

Upp­steypa rann­sókna­húss við nýja Land­spít­al­ann er kom­in vel á veg og er áætlað að henni ljúki í árs­lok. Búið er að steypa kjall­ara og er nú verið að steypa fjórðu hæðina. Húsið verður 5 hæðir og kjall­ari.

Eykt sér um upp­steyp­una en fyr­ir­tækið varð hlut­skarp­ast í útboði um verkið. Rann­sókna­húsið er um 18.500 fer­metr­ar og er á milli nýs tækni- og bíla­stæðahúss, sem verið er að leggja loka­hönd á, og Læknag­arðs sem verið er að stækka með viðbygg­ingu.

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala ohf., seg­ir að nú séu um 60 manns að vinna á verkstað rann­sókna­húss­ins.

„Áætlaður kostnaður við upp­steypu er um fimm millj­arðar með virðis­auka­skatti. Gert er ráð fyr­ir að upp­steypu ljúki í árs­lok og að loka­snún­ing­ur á verk­efn­um verði í janú­ar á næsta ári.

Í upp­steypu­verki er allt stál­virki, ásamt stál­stig­um, en gerður var viðauka­samn­ing­ur við [litáíska út­veggja­verk­tak­ann] Staticus um hönn­un og upp­setn­ingu út­veggja­ein­inga og þak­glugga í miðrými, þ.e. lok­un húss­ins,“ seg­ir Gunn­ar en þeim áfanga ljúki á næsta ári.

Til upp­rifj­un­ar setti Staticus líka upp út­veggja­ein­ing­ar á nýja meðferðar­kjarn­an­um og lauk því verki í byrj­un árs­ins. Tók það um 14 mánuði.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Rannsóknahúsið er farið að hylja meðferðarkjarnann sem er í bakgrunni.
Rann­sókna­húsið er farið að hylja meðferðar­kjarn­ann sem er í bak­grunni. Morg­un­blaðið/​Bald­ur
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert