Smærri íbúðir lækka kolefnisspor

Hljóðhönnuður var fenginn til að tryggja góða hljóðvist í íbúahúsnæði …
Hljóðhönnuður var fenginn til að tryggja góða hljóðvist í íbúahúsnæði Bjargs við Safamýri. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti hluti los­un­ar gróður­húsa­teg­unda í Reykja­vík kem­ur frá bygg­ing­ariðnaðinum. Að sögn Björns Trausta­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Bjargs, er smækk­un íbúða ein­fald­asta aðgerðin til að lækka gróður­húsa­áhrif og kol­efn­is­spor.

„Nú þegar eru íbúðir Bjargs með tölu­vert lægra kol­efn­is­spor held­ur en svo­kölluð viðmiðuna­r­í­búð, á fer­metra. Ef við bæt­um við að íbúðirn­ar okk­ar eru 15-20% minni en meðal íbúð, þá er kol­efn­is­spor á íbúð hjá Bjargi um 50% lægra held­ur en á viðmiðuna­r­í­búð,“ sagði Björn á kynn­ing­ar­fundi um hús­næðismál.

Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur stóð fyr­ir fund­in­um í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag. Fund­ur­inn bar yf­ir­skrift­ina Byggj­um borg fyr­ir fólk.

Þannig hef­ur stærð íbúðar líka áhrif á kol­efn­is­los­un. Ætlun Bjargs er að halda áfram veg­ferðinni með þeim aðferðum sem til eru í dag, um­hverf­i­s­vænni steypu, minnkuðu efn­is­magni í burði og straum­línu­lög­un hús­anna.

Lægra leigu­verð

Bjarg bygg­ir smærri íbúðir, „og smærri íbúð þýðir að sjálf­sögðu lægri leiga“.

Að sögn Björns hafa smærri íbúðir þó fleiri kosti. Stærsti hluti los­un­ar gróður­húsa­teg­unda í Reykja­vík er bygg­ing­ariðnaður­inn. Ein­fald­asta aðgerðin til að lækka gróður­húsa­áhrif­in og kol­efn­is­sporið er að smækka íbúðirn­ar.

Leigu­verð Bjargs sé að meðaltali 100 þúsund krón­um lægra en á al­menna markaðnum. Auk þess sem hús­næðis­ör­yggi hafi verið tryggt hjá leigu­tök­um, þá hafi ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra einnig auk­ist um 12 hundruð þúsund á ári. Rík ánægja sé meðal leigu­taka með íbúðir Bjargs, að und­an­skild­um bíla­stæðamál­um.

„Við erum að meðaltali með 0,7 stæði á íbúð og þetta er eitt helsta umkvört­un­ar­efni frá okk­ar leigu­tök­um,“ sagði Björn.

Vellíðan íbúa

„Við erum líka að reyna í allri okk­ar hönn­un að há­marka íbúðarfer­metra í öll­um okk­ar hús­um,“ seg­ir Björn. Það sé gert með því að lág­marka fjölda stiga­húsa, sem eru að hans sögn mjög dýr í bygg­ingu. Þá seg­ir hann Bjarg al­mennt ekki vera með kjall­ara und­ir hús­um, held­ur séu geymsl­ur sett­ar upp á hæðir og þannig losnað við geymslu­ganga og allt sem þeim fylg­ir.

„Þannig að flest­ir fer­metr­ar sem við byggj­um eru að fara inn í íbúðarrými leigu­taka og það skipt­ir líka rosa­lega miklu máli.“

Þá er áhersla lögð á vellíðan íbúa, meðal ann­ars með loft­gæðum, dags­birtu og hljóðvist. Til að mynda var hljóðhönnuður feng­inn til að tryggja góða hljóðvist í íbúa­hús­næði Bjargs í Safa­mýri.

Verk­efn­inu er alls ekki lokið

Bjarg er leigu­fé­lag án hagnaðarsjón­ar­miða. All­ar tekj­ur Bjargs eru nýtt­ar til rekst­urs og upp­bygg­ing­ar fé­lags­ins. Þannig megi greiða niður öll lán og stofn­fram­lög vegna íbúða Bjargs á 50-60 árum. Eft­ir þann tíma verði fé­lagið orðið sjálf­bært sem þýði að fé­lagið geti haldið áfram upp­bygg­ingu án aðkomu rík­is og sveit­ar­fé­laga.

„Þetta er sú staða sem sam­bæri­leg fé­lög eru í á Norður­lönd­un­um, sem eru búin að vera starf­andi leng­ur en við,“ seg­ir Björn.

Lyk­ill­inn að upp­bygg­ingu Bjargs er sam­komu­lag við Reykja­vík­ur­borg frá ár­inu 2016, sem fólst í því að borg­in lofaði lóðum fyr­ir 1.000 íbúðir. Nú hafa verið byggðar um 800 íbúðir í Reykja­vík og 1.200 í heild­ina.

Tæp­lega 4.000 manns eru á biðlista, „þannig að verk­efn­inu er alls ekki lokið“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert