Tíðinda vonandi að vænta á mánudag

Skólinn hefur tek­inn til gjaldþrota­skipta.
Skólinn hefur tek­inn til gjaldþrota­skipta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er unnið hörðum hönd­um að því að leysa málið, og við í Kvik­mynda­skóla Íslands erum þakk­lát ráðuneyt­un­um fyr­ir alla þá vinnu sem þau hafa lagt á sig,“ seg­ir Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skóla Íslands.

Í gær var greint frá því að for­svars­menn skól­ans myndu lík­lega fá svör frá stjórn­völd­um í dag um framtíð hans.

Bind­ur von­ir við að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar á mánu­dag

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Hlín hafa verið í sam­bandi við starfs­menn tveggja ráðuneyta í dag, þar sem fram hafi komið að unnið sé að því að leysa ákveðin tækni­leg atriði.

Hlín vill ekki til­greina hvaða ráðuneyti það eru, en vitað er að von­ir standa til þess að mál­efni Kvik­mynda­skól­ans flytj­ist frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu yfir til há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Hún seg­ist nú, eft­ir sam­töl dags­ins, binda von­ir við að stjórn­völd muni veita frek­ari tíðindi á mánu­dag.

Vinna að áfram­hald­andi starf­semi í næstu viku

Aðspurð seg­ir hún venju­leg­an skóla­dag hafa verið í dag og að unnið verði að áfram­hald­andi starf­semi í næstu viku. Það sé vegna þess trausts sem starfs­fólk finn­ur fyr­ir frá stjórn­völd­um um að lausn sé í sjón­máli.

Hún und­ir­strik­ar þó að tím­inn skipti miklu máli. Mikið er í húfi fyr­ir starfs­fólkið, sem margt hvert á fjöl­skyld­ur og sæk­ir vinnu sem það treyst­ir á að haldi áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka