Að hugsa út fyrir boxið

Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með Pyropet-kertin en er …
Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með Pyropet-kertin en er nú farin að vinna með ilmi og pappír. Ljósmynd/Studio Fræ

Inn­an um fal­lega list og hand­verk í Hönn­un­arsafn­inu í Garðabæ má finna vöru­hönnuðinn Þór­unni Árna­dótt­ur en hún er þar um þess­ar mund­ir í vinnu­stofudvöl.

Þór­unn býður blaðamanni upp á kaffi­stofu þar sem við fáum næði til að ræða um hönn­un, en Þór­unn er ein fjöl­margra sem eiga vör­ur á sýn­ingu á Hönn­un­ar­Mars sem hefst í næstu viku.

Hundruð þúsunda kerta

„54Celsius snýst um að hugsa út fyr­ir boxið; um hvað kerti eru í raun, hvaða mögu­leika hafa þau sem við erum ef til vill ekki að nýta? Hvað ger­ist þegar við kveikj­um á kerti? Ég er búin að vera með Pyropet í sölu síðan 2014 og í kjöl­farið stofnuðum við fyr­ir­tækið 54Celsius, sem er ein­mitt bræðslu­mark kerta­vax. Við höf­um verið með marg­ar vöru­lín­ur, allt í svipuðum dúr,“ seg­ir Þór­unn, en þau selja mest í heild­sölu í Banda­ríkj­un­um.

„Við erum með vöru­hús á leigu í Banda­ríkj­un­um og þaðan er vör­un­um dreift í búðir. Kert­in eru búin til víða; í Banda­ríkj­un­um, Kína, Litáen og Víet­nam,“ seg­ir hún.

Pyropet-kertin er með beinagrindum innan í sem kemur í ljós …
Pyropet-kert­in er með beina­grind­um inn­an í sem kem­ur í ljós þegar þau brenna. Ljós­mynd/​Luisa Hanika

„Við höf­um selt í kring­um fjög­ur hundruð þúsund Pyropet-kerti og höf­um líka verið að vinna í sam­starfi við önn­ur fyr­ir­tæki að gera kerti, eins og fyr­ir Disney, Liquid De­ath & Martha Stew­art og Tim Burt­on. Við höf­um líka búið til sér­stök kerti fyr­ir ýms­ar aðrar versl­ana­keðjur, eins og til dæm­is bóka- og gjafa­vöru­búðina Barnes & Noble.“

Hönn­un og fram­leiðsla

54Celsius sel­ur vör­ur í gegn­um heimasíðu sína en Þór­unn fer gjarn­an utan á sölu­sýn­ing­ar og sel­ur þá vör­ur sín­ar í búðir í gegn­um þær.

„Við höf­um líka verið dreif­ing­araðilar fyr­ir vör­ur eft­ir aðra sem passa vel við okk­ar vör­ur. Við hönn­um líka og þróum vör­ur sér­stak­lega fyr­ir fyr­ir­tæki, hvort sem það eru kerti eða eitt­hvað annað. Það er í raun nýtt hliðarfyr­ir­æki, sem við erum að setja form­lega á lagg­irn­ar þessa dag­ana og kall­ast New­ness Factory,“ seg­ir hún.

„Ég ferðast mikið til að skoða fram­leiðsluna því stund­um er gott að skoða prótótýp­una og sjá hvernig fram­leiðslan er. Nýtil­komn­ir Kína-toll­ar í Banda­ríkj­un­um eru ákveðin áskor­un, en við erum núna far­in að skoða frek­ar fram­leiðslu á Indlandi og í Indó­nes­íu,“ seg­ir hún og nefn­ir að þau séu með umboðsmenn sem hjálpa til við að finna staði fyr­ir fram­leiðslu og sem sinna gæðaeft­ir­liti.

Þór­unn seg­ir sér­staka til­finn­ingu fylgja því að ferðast til fram­andi landa og sjá sín­ar vör­ur fram­leidd­ar í verk­smiðjum hinum meg­in á hnett­in­um.

„Ég hafði í raun bara séð nokk­ur kerti sam­an í hill­um en þegar ég fór í verk­smiðju í Kína sá ég heilu stæðurn­ar af Pyropet-kert­um. Þá sá ég hvernig þetta virk­ar í fjölda­fram­leiðslu og jafn­framt kvikna alltaf nýj­ar hug­mynd­ir þegar ég sé hvernig fram­leiðslan fer fram. Mér finnst líka bara mik­il­vægt að sjá með eig­in aug­um fram­leiðsluna, aðstöðuna og hitta fólkið sem við erum að vinna með.“

Skila­boð sem birt­ast

Þór­unn hef­ur einnig hannað skemmti­leg kerti með föld­um skila­boðum sem koma í ljós þegar þau brenna. Einnig hannaði hún af­mæliskerti fyr­ir kök­ur með skemmti­leg­um ósk­um á. Eins hannaði Þór­unn kertið Heart Burn, en þar má sjá hönd sem held­ur á hjarta sem svo „blæðir“ úr þegar það brenn­ur.

Kertið Heart Burn er afar fallegt. Það blæðir úr hjartanu …
Kertið Heart Burn er afar fal­legt. Það blæðir úr hjart­anu þegar það brenn­ur. Ljós­mynd/Þ​ór­unn Árna­dótt­ir

„Við erum svo­lítið að skoða hvað er kerti og hvernig er hægt að nýta aðferðir til að búa til eitt­hvað allt annað en venju­legt kerti sem brenn­ur og hverf­ur.“

Í vinnu­stofudvöl sinni hef­ur Þór­unn verið að end­ur­skoða ilm­strá, sem oft­ast birt­ast sem tré­strá sem standa í flösku með ilm­vökva. Þegar vökvinn sog­ast upp í viðinn, berst ilm­ur um rýmið.

„Það sem ég er að gera er að end­ur­skoða þessa virkni, hvernig nota má papp­ír til þess að soga í sig ilm­vökv­ann og dreifa um rýmið.“

Ítar­legt viðtal er við Þór­unni í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert