Baldur: Bandaríkin vilja ráða yfir Íslandi

Baldur veltir fyrir sér alþjóðamálunum.
Baldur veltir fyrir sér alþjóðamálunum. Samsett mynd/AFP/Brendan Smialowsk/mbl.is/Eggert

„Það er lík­lega ein­göngu tímaspurs­mál hvenær banda­rísk­ir ráðamenn munu tala um mik­il­vægi þess að þeir ráði yfir Íslandi,“ skrif­ar Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í færslu á Face­book. 

Til­efnið er áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi. 

Bald­ur seg­ir það lengi hafa legið fyr­ir að Banda­ríkja­menn telji að Ísland sé mik­il­vægt fyr­ir varn­ir þeirra og sé á yf­ir­ráðasvæði þess. „Það kæmi ekki á óvart að krafa nýrra vald­hafa yrði af­drátt­ar­laus: Ísland á að vera lepp­ríki Banda­ríkj­anna - rétt eins og önn­ur ríki á áhrifa­svæði þess,“ skrif­ar Bald­ur. 

Segir Baldur Bandaríkin hingað til hafa alfarið ráðið hvaða hernaðarlegur …
Seg­ir Bald­ur Banda­rík­in hingað til hafa al­farið ráðið hvaða hernaðarleg­ur viðbúnaður sé hér á landi. Það muni ekki breyt­ast. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Reki útþennslu­stefnu

Jafn­framt seg­ir Bald­ur nýja vald­hafa í Banda­ríkj­un­um reka af­drátt­ar­lausa útþennslu­stefnu „Um það þarf eng­inn leng­ur að ef­ast. Þeir segja það sjálf­ir ber­um orðum. Þeir ætla að tryggja að Banda­rík­in ráði stjórn­ar­stefnu ríkja í næsta ná­grenni sínu. Val ríkja í Norður- og Mið-Am­er­íku ligg­ur í því að verða hluti af Banda­ríkj­un­um eða lepp­ríki þess.“

Seg­ir Bald­ur Banda­rík­in hingað til hafa al­farið ráðið hvaða hernaðarleg­ur viðbúnaður sé hér á landi. Það muni ekki breyt­ast. 

„Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um munu ekki sætta sig við neitt annað. Þau tryggðu einnig með af­drátt­ar­laus­um yf­ir­lýs­ing­um Pence vara­for­seta Trumps á hans fyrra kjör­tíma­bili að Ísland tæki ekki boði kín­verska stjórn­valda um þátt­töku í Belti og Braut - stór­tæku sam­göngu- og viðskipta­verk­efni.

Stóra spurn­ing núna er hvort að nýir vald­haf­ar í Washingt­on muni krefjast þess að Ísland snúi sér al­farið að Banda­ríkj­un­um og láti all­ar hug­mynd­ir um nán­ari varn­ar- og efna­hags­sam­vinnu og viðskipti við önn­ur Evr­ópu­ríki lönd og leið,“ skrif­ar Bald­ur. 

Trump hefur lýst yfir áhuga sínum á Grænlandi.
Trump hef­ur lýst yfir áhuga sín­um á Græn­landi. AFP/​Saul Loeb

Munu Banda­rík­in skipta sér að þjóðar­at­kvæðagreiðslunni?

Þá velt­ir Bald­ur fyr­ir sér hvort Banda­ríkja­menn muni reyna að hafa áhrif á fyr­ir­hugaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort Ísland halda eigi áfram aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað þjóðar­at­kvæðagreiðslu eigi síðar en árið 2027.

„Banda­rík­in hafa þar til í for­setatíð Trumps ekki bara stutt nán­ari efna­hags­sam­vinnu Evr­ópu­ríkja held­ur þrýst mjög á nán­ari sam­vinnu ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Nú kveður við nýj­an tón. Nýir vald­haf­ar telja að Evr­ópu­sam­bandið vinni gegn hags­mun­um Banda­ríkj­anna og að Græn­land eigi að til­heyra Banda­ríkjn­um. Í ljósi þessa kæmi ekki á óvart að banda­rísk stjórn­völd beittu sér gegn því að Íslandi tæki aft­ur upp aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB,“ skrif­ar Bald­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka