Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í haust um sérstakt „brottfararúrræði“ fyrir þá hælisleitendur sem hlotið hafa synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og þar með innan Schengen-svæðisins.
Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til þess að hafa slíkt lokað búsetuúrræði og hafa raunar verið það síðan 2008, rifjar ráðherra upp. Sem standi séu fangelsi þá eina úrræðið.
Önnur Schengen-ríki hafa minnt á þá skuldbindingu á undanförnum árum, en mörg dæmi eru um að fólk sem fengið hefur synjun hér á landi láti sig hverfa. Ógerningur er þá að vita hvort það helst enn við hér á landi eða hefur farið til annarra Schengen-ríkja í óleyfi.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.