Ráðgerir lokað brottfararúrræði

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir undirbýr frumvarp.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir undirbýr frumvarp. mbl.is/Karítas

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra ætl­ar að leggja fram frum­varp í haust um sér­stakt „brott­farar­úr­ræði“ fyr­ir þá hæl­is­leit­end­ur sem hlotið hafa synj­un um alþjóðlega vernd hér á landi og þar með inn­an Schengen-svæðis­ins.

Íslensk stjórn­völd séu skuld­bund­in til þess að hafa slíkt lokað bú­setu­úr­ræði og hafa raun­ar verið það síðan 2008, rifjar ráðherra upp. Sem standi séu fang­elsi þá eina úrræðið.

Önnur Schengen-ríki hafa minnt á þá skuld­bind­ingu á und­an­förn­um árum, en mörg dæmi eru um að fólk sem fengið hef­ur synj­un hér á landi láti sig hverfa. Ógern­ing­ur er þá að vita hvort það helst enn við hér á landi eða hef­ur farið til annarra Schengen-ríkja í óleyfi. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka