Leit hætt við Ægisíðu

Lögregla á vettvangi.
Lögregla á vettvangi. mbl.is/Karítas

Leit sem fram fór við Ægisíðu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur fyrr í kvöld hef­ur verið hætt og maður­inn sem leitað var að er fund­inn. Þetta staðfesti vakt­maður slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu við mbl.is. 

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í leit­inni voru frá lög­reglu, slökkviliði og björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þá var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út en hún aft­ur­kölluð áður en hún kom á svæðið til leit­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert