Mála saman í skrípóstíl

Kári og Guðjón hafa málað og teiknað saman frá barnæsku. …
Kári og Guðjón hafa málað og teiknað saman frá barnæsku. Nú eru þeir með sýningu í kjallara Epal á Laugavegi. mbl.is/Ásdís

Í kjall­ara versl­un­ar­inn­ar Epal á Lauga­vegi er nú sýn­ing Skrípó, en þar hitti blaðamaður þá Guðjón Viðars­son Scheving og Kára Þór Arn­ars­son í vik­unni þar sem þeir voru í óða önn að hengja upp stór og lit­skrúðug mál­verk sem þeir vinna í sam­vinnu. Á mál­verk­un­um eru alls kyns fíg­úr­ur: mann­eskj­ur, dýr og skrímsli svo eitt­hvað sé nefnt. Strák­arn­ir hafa teiknað skrípa­mynd­ir allt frá æsku en eru nú að taka list sína skref­inu lengra.

Teiknað sam­an frá æsku

„Við höf­um verið vin­ir frá því í leik­skóla og höf­um alltaf haft gam­an af því að teikna og skapa sam­an,“ seg­ir Guðjón.

„Við þróuðum svo með okk­ur stíl að teikna sam­an og vor­um oft að skipt­ast á blöðum þar sem ann­ar teiknaði kannski augu og svo hinn nef og svo var skipt aft­ur. Þannig teiknuðum við alls kyns fíg­úr­ur og erum í raun að nota þá aðferð enn í dag,“ seg­ir Kári.

„Þetta gerðum við til svona þrett­án ára ald­urs og þá tóku við íþrótt­ir og önn­ur áhuga­mál, en svo vor­um við reynd­ar sam­an á mynd­list­ar­braut í FG,“ seg­ir Guðjón.

Strák­arn­ir eru með vinnu­stofu í Garðabæ og eru alltaf með að minnsta kosti tvö verk í vinnslu í einu.

Yfir hundrað klukkutímar fór í að mála þessa mynd sem …
Yfir hundrað klukku­tím­ar fór í að mála þessa mynd sem sæk­ir inn­blást­ur í nor­ræna goðafræði.

„Oft­ast byrj­um við á að teikna form á strig­ana og fyll­um svo upp í formin til dæm­is með and­lit­um,“ seg­ir Kári.

„Já, og oft ger­um við skrít­in form til að ögra hvor öðrum,“ seg­ir Guðjón en til verks­ins nota þeir akrýl­máln­ingu og akrýlpenna.

Húm­or í þessu

Fjöl­marg­ar klukku­stund­ir liggja að baki einu mál­verki. Á bak við stærstu mynd­irn­ar liggja yfir hundrað klukku­tím­ar, en strák­arn­ir hafa málað á milli fimm­tíu og sex­tíu verk.

„Okk­ur hef­ur gengið vel að selja og það er alltaf eitt­hvað í píp­un­um,“ seg­ir Guðjón, en strák­arn­ir selja í gegn­um In­sta­gram-síðuna skripo_­art og á heimasíðunni skripo.com. Stund­um fá þeir sér­p­ant­an­ir og geta þá viðskipta­vin­ir komið með ósk­ir um til dæm­is liti og fíg­úr­ur.

„Við erum þakk­lát­ir Epal fyr­ir að leyfa okk­ur að vera með sýn­ingu hér,“ seg­ir Kári, en sýn­ing­in verður opin til 25. apríl. Einnig selja þeir tölu­sett­ar eft­ir­prent­an­ir sem verða til í tak­mörkuðu upp­lagi.

„Það er húm­or í mynd­un­um og við erum mjög frjáls­ir í þessu. Það er létt yfir þess­um mynd­um,“ seg­ir Guðjón.

Ítar­legra viðtal er við Kára og Guðjón í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert