Birgitta vinsælust

Bækur Birgittu Haukdal njóta mikilla vinsælda hjá börnum.
Bækur Birgittu Haukdal njóta mikilla vinsælda hjá börnum. mbl.is/Karítas

Birgitta Hauk­dal er vin­sæl­asti rit­höf­und­ur lands­ins ef litið er til út­lána á bóka­söfn­um. Bæk­ur henn­ar voru lánaðar út um 34 þúsund sinn­um á síðasta ári.

Sam­kvæmt talna­grein­ingu sem Lands­kerfi bóka­safna vann að beiðni Morg­un­blaðsins er Yrsa Þöll Gylfa­dótt­ir næst­vinælasti höf­und­ur­inn en Ævar Þór Bene­dikts­son er í þriðja sæti. Ragn­ar Jónas­son er vin­sæl­asti skáld­sagna­höf­und­ur­inn og slær Arn­aldi Indriðasyni við.

Ef horft er til ein­stakra skáld­sagna trón­ir Heim fyr­ir myrk­ur eft­ir Evu Björgu Ægis­dótt­ur á toppn­um með 2.132 út­lán. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert