Birgitta Haukdal er vinsælasti rithöfundur landsins ef litið er til útlána á bókasöfnum. Bækur hennar voru lánaðar út um 34 þúsund sinnum á síðasta ári.
Samkvæmt talnagreiningu sem Landskerfi bókasafna vann að beiðni Morgunblaðsins er Yrsa Þöll Gylfadóttir næstvinælasti höfundurinn en Ævar Þór Benediktsson er í þriðja sæti. Ragnar Jónasson er vinsælasti skáldsagnahöfundurinn og slær Arnaldi Indriðasyni við.
Ef horft er til einstakra skáldsagna trónir Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur á toppnum með 2.132 útlán.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.