Tveir enn á gjörgæslu

Tveir af piltunum fjórum sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á …
Tveir af piltunum fjórum sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi liggja á gjörgæslu Landspítalans. mbl.is/Jón Pétur

Tveir pilt­ar lágu enn á gjör­gæslu Land­spít­al­ans í gær­kvöldi eft­ir al­var­legt um­ferðarslys sem varð á Siglu­fjarðar­vegi, við Grafará sunn­an Hofsóss, á föstu­dags­kvöld.

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Stef­áns­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is.

Pilt­arn­ir fjór­ir eru þó komn­ir úr lífs­hættu.

Fjór­ir á gjör­gæslu

Fjór­ir pilt­ar á aldr­in­um sautján til átján ára voru flutt­ir á gjör­gæslu með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og með sjúkra­flug­vél eft­ir að bif­reið sem þeir voru í lenti utan veg­ar með þeim af­leiðing­um að ökumaður og þrír farþegar slösuðust.

Vil­hjálm­ur Stef­áns­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, seg­ist ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar í dag um líðan pilt­anna.

Fjöl­brauta­skóli Norður­lands vestra á Sauðár­króki hef­ur boðið til sam­veru­stund­ar í skól­an­um á morg­un vegna slyss­ins en þrír pilt­anna eru nem­end­ur við skól­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert