Sakborningar í líkfundarmáli dæmdir í 2½ árs fangelsi hver

Jónas Ragnarsson og Thomas Malakauskas í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málflutningur …
Jónas Ragnarsson og Thomas Malakauskas í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málflutningur stóð yfir.

Sak­born­ing­arn­ir þrír í lík­fund­ar­mál­inu svo­nefnda í Nes­kaupstað, þeir Grét­ar Sig­urðar­son, Jón­as Ingi Ragn­ars­son og Thom­as Mala­kauskas, voru í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag dæmd­ir í 2½ árs fang­elsi hver. Til frá­drátt­ar kem­ur 32 daga gæslu­v­arðhald sem menn­irn­ir þrír sátu í meðan á rann­sókn máls­ins stóð.

Þá er mönn­un­um gert að sæta upp­töku á 223,67 grömm­um af am­feta­míni, sem fund­ust í iðrum Lit­há­ans Vai­das­ar Jucevicius­ar, en lík hans fannst í höfn­inni í Nes­kaupstað í fe­brú­ar sl. þar sem sak­born­ing­arn­ir komu því fyr­ir.

Grét­ar Sig­urðar­son var eini sak­born­ing­ur­inn sem var viðstadd­ur dóms­upp­kvaðning­una, sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart en ljóst væri að hann myndi áfrýja dómn­um til Hæsta­rétt­ar.

Þeir Grét­ar, Jón­as Ingi og Thom­as voru ákærðir fyr­ir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á 223,67 grömm­um af am­feta­míni, sem Jucevicius flutti til lands­ins inn­vort­is í byrj­un fe­brú­ar. Þá voru þeir ákærðir fyr­ir brot gegn lífi og lík­ama með því að koma Juceviciusi ekki til hjálp­ar í lífs­háska þegar hann veikt­ist al­var­lega. Þeim er einnig gefið að sök ósæmi­leg meðferð á líki Jucevicius­ar þegar þeir fluttu það í Nes­kaupstað og sökktu því í sjó.

Verj­andi Jónas­ar: Of þung refs­ing miðað við hlut­deild í brot­un­um

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Jónas­ar Inga, sagði að sér sýnd­ist frá­leitt að ekki væri tekið til­lit til þess við ákvörðun refs­ing­ar að hlut­deild sak­born­ing­anna þriggja í mál­inu væri mjög mis­mun­andi. Bæði ætti það við um þann þátt að koma ekki manni í neyð til hjálp­ar og eins hvað varðar inn­flutn­ing á fíkni­efn­um. Sagði hann hlut­deild Jónas­ar í þess­um efn­um miklu minni en hinna og þætti sér því refs­ing hans of þung.

Dóm­ur­inn er hins veg­ar ekki á því að hlut­deild Jónas­ar Inga hafi verið minni, en hann harðneitað því fyr­ir dómi að hafa nokkuð vitað um at­vik að dauða Vai­das­ar Jucevicius­ar eða að lík hans hafi verið meðferðis í ferð þeirra Tomas­ar á jeppa aust­ur á Nes­kaupstað og því komið í höfn­ina þar.

Dóm­ar­ar segja framb­urð Jónas­ar svo frá­leit­an að engu tali tæki

Seg­ir dóm­ur­inn að fyr­ir liggi að Jón­as Ingi hafi komið nokkr­um sinn­um í íbúð Tomas­ar á Furu­grund í vik­unni sem Vai­das dvald­ist þar, hafi verið með í ferðinni áleiðis til Kefla­vík­ur er til stóð að hann færi úr landi, hafi stutt Vai­das upp í íbúðina á Furu­grund ásamt Grét­ari er snúið var til baka, verið í íbúðinni meðan Vai­das háði dauðastríð sitt og átt mest­an þátt í und­ir­bún­ingn­um að ferðinni aust­ur. Staðhæf­ing hans að hann hafi ekki vitað um dauða manns­ins eða lík­flutn­ing­inn, svo og skýr­ing­ar hans á at­b­urðarás­inni, eft­ir að komið var aft­ur með Vai­das á Furu­grund, og ein­stök­um atriðum í henni væru svo frá­leit­ar að engu tali tæki. Þá væru þær í ósam­ræmi við skýrsl­ur meðákærðu. Yrði að hafna staðhæf­ingu hans og skýr­ing­um al­farið og telja sannað með framb­urði meðákærðu, sem studd­ur væri fjöl­mörg­um rann­sókn­ar­gögn­um, að Jónasi Inga hafi ekki ein­asta verið full­kunn­ugt um dauða Vai­das­ar og að lík hans var með í jepp­an­um aust­ur, held­ur einnig að hann hafi ásamt Grét­ari búið líkið til flutn­ings, komið því út í bíl­inn og flutt það aust­ur ásamt Tom­asi til þess að losa sig þar við það.

Sömu­leiðis kemst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að Jón­as hafi staðið að því í sam­vinnu við Grét­ar og Tom­as að flytja inn fíkni­efn­in sem um ræðir í mál­inu og skýr­ing­ar hans um að hafa hvorki vitað um inn­flutn­ing­inn eða komið þar nærri frá­leit­ar og að engu haf­andi.

Grét­ar flaug aust­ur til að und­ir­búa komu líks­ins til Nes­kaupstaðar

Í dómn­um seg­ir að Grét­ar hafi haldið því fram að hann hafi viljað þvo hend­ur sín­ar af mál­inu og haldið aust­ur á Nes­kaupstað á föstu­deg­in­um til þess að hvíla sig og að ekki hafi komið til tals með þeim þrem­ur að líkið yrði flutt aust­ur áður en þeir skildu. Hafi hann ekki frétt af lík­flutn­ingn­um fyrr en Tom­as og Jón­as Ingi voru komn­ir á Djúpa­vog.

Seg­ir í dómn­um að þetta væri í and­stöðu við framb­urð Tomas­ar sem hélt því fram að Grét­ar hafi sagt þeim að flytja líkið aust­ur og að hann yrði bú­inn að und­ir­búa komu þeirra þangað. Þegar haft væri í huga að sak­born­ing­arn­ir lögðu í langt ferðalag um há­vet­ur og brut­ust í ófærð alla leið til Nes­kaupstaðar með líkið þótti dómn­um ekki var­huga­vert að byggja á frá­sögn Tomas­ar um það að Grét­ar hafi verið með í ráðum um flutn­ing líks­ins aust­ur þangað í því skyni að þeir gætu þar losað sig við það.

Tom­as játaði á sig inn­flutn­ing fíkni­efn­anna og kvað þá Vai­das hafa skipu­lagt hann sam­an. Hann sagði hlut Grét­ars þann að samþykkja að hjálpa til við að dreifa efn­un­um hér á landi og hafi Grét­ari verið kunn­ugt um hvað til stæði nokkr­um dög­um fyr­ir komu Vai­das­ar.

Bar skylda til að taka ráðin af Vai­dasi

Í niður­stöðum héraðsdóms seg­ir að mönn­un­um hafi borið skylda til þess að taka ráðin af Vai­dasi vegna veik­inda hans dag­inn áður en hann lést og koma hon­um sjálf­ir á sjúkra­hús eða kalla til sjúkra­lið og lög­reglu. Enda þótt fall­ist yrði á þá viðbáru Grét­ars að hann hafi haft ástæðu til þess að ótt­ast um vel­ferð sína eða sinna af hendi ein­hverra ótiltek­inna manna ef hann ljóstraði upp um inn­flutn­ing­inn leysti það hann ekki und­an sök. Þá leys­ir það held­ur ekki hi­ina und­an sök þótt þeir þætt­ust sjá fram á það að þeim yrði refsað fyr­ir inn­flutn­ing efn­anna þegar kæm­ist upp um þá.

Voru menn­irn­ir þrír því sak­felld­ir fyr­ir brot gegn 221. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga sem legg­ur manni á herðar þá skyldu að koma þeim manni til hjálp­ar sem stadd­ur er í lífs­háska.

Auk fang­els­is­refs­ing­ar var Grét­ari gert að þola upp­töku á riffli, lás­boga, kylfu, 6 fall- og fjaður­hníf­um og kast­hníf sem hann hafði í vörsl­um á heim­ili sínu, en með því gerðist hann sek­ur um brot á vopna­lög­um.

Menn­irn­ir þrír voru dæmd­ir til að borga verj­and­um sín­um 500.000 krón­ur í hver rétt­ar­gæslu- og mál­svarn­ar­laun og ann­an sak­ar­kostnað óskipt.

Grétar Sigurðsson kemur í dómssalinn þegar málflutningur stóð yfir.
Grét­ar Sig­urðsson kem­ur í dómssal­inn þegar mál­flutn­ing­ur stóð yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert