Utanríkismálaályktun samþykkt á flokksþingi framsóknarmanna

Álykt­un um ut­an­rík­is­mál var samþykkt sam­hljóða og án frek­ari umræðu á flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins eft­ir há­degið í dag. Í kafla til­lög­unn­ar um Evr­ópu­mál urðu veru­leg­ar orðalags­breyt­ing­ar frá þeim drög­um sem lágu fyr­ir þing­inu þegar það hófst.

End­an­leg Evr­ópukafla­út­gáfa álykt­un­ar­inn­ar hljóðar svo:

    Á vett­vangi Fram­sókn­ar­flokks­ins skal halda áfram upp­lýs­inga­öfl­un og vinnu við mót­un samn­ings­mark­miða og hugs­an­leg­an und­ir­bún­ing aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. Niður­stöðu þeirr­ar vinnu skal bera und­ir næsta flokksþing til kynn­ing­ar.

    Komi til aðild­ar­viðræðna við ESB skulu niður­stöður slíkra viðræðna born­ar und­ir þjóðar­at­kvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert