Ályktun um utanríkismál var samþykkt samhljóða og án frekari umræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegið í dag. Í kafla tillögunnar um Evrópumál urðu verulegar orðalagsbreytingar frá þeim drögum sem lágu fyrir þinginu þegar það hófst.
Endanleg Evrópukaflaútgáfa ályktunarinnar hljóðar svo:
Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.