Svæðið háskalegur staður

„Það á nátt­úr­lega al­mennt við um jökla að það er mjög viðsjár­vert að ferðast um þá. Það eru til leiðir sem menn telja vera sæmi­lega ör­ugg­ar en Hofs­jök­ull flokk­ast al­mennt ekki und­ir það. Það eru til leiðir þar en þetta svæði [þar sem slysið átti sér stað], milli Há­steina og Tanna, er nán­ast alltaf með stór­um sprung­um," seg­ir Odd­ur Sig­urðsson jarðfræðing­ur sem margoft hef­ur ferðast um Hofs­jök­ul vegna vinnu sinn­ar við af­komu­mæl­ing­ar jök­uls­ins. Svæðið sé því háska­legt.

Ástæðan er sú að á þessu svæði er jök­ull­inn bratt­ur og skríður hratt og við slík­ar aðstæður spring­ur jök­ull gjarn­an. Lík­legt er að jök­ull­inn fari þarna fram af bergstalli og því séu sprung­urn­ar stór­ar. „Í fyrsta lagi þarf maður að vita hvaða leiðir eru nærri því að vera ör­ugg­ar og svo þarf maður að sjá mjög vel til," seg­ir Odd­ur um ferðalög á jökl­in­um. Hann bend­ir á að oft snjói yfir sprung­urn­ar svo erfitt sé að átta sig á hvar þær eru ná­kvæm­lega. „Það er ekk­ert ör­uggt að ferðast um jök­ul, það er grund­vall­ar­atriðið."

Líkt og aðrir jökl­ar er Hofs­jök­ull að minnka. Al­mennt dreg­ur held­ur úr sprung­um sam­fara því, en það á þó ekki alltaf við, sér­stak­lega ekki um sprung­ur sem eru hátt í jökl­un­um. Þær eru nán­ast alltaf á sín­um stað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert