Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók fyrsta skóflustunguna að breikkun Reykjanesbrautar og lýsti framkvæmdir hafnar klukkan 14 í dag, rétt sunnan Kúagerðis. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut efnir til hátíðar af þessu tilefni á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ.
Strax að skóflustungu lokinni byrjuðu vinnuvélar verktakanna, Háfells, Jðarvéla og Eyktar, að grafa úr vegarstæðinu. Að athöfninni lokinni ók hersingin í átt til Keflavíkur hlið við hlið á báðum akreinum, eins og breikkun brautarinnar væri þegar búin. Klukkan þrjú ætla verktakar og áhugahópurinn að fagna upphafi framkvæmda við breikkun brautarinnar með samsæti í félagsheimilinu Stapa þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur.
Klukkan 13:30 lögðu fulltrúar áhugahóps um örugga Reykjanesbraut blómsveig við minnisvörðuna í Kúagerði til minningar um þá 53 sem látið hafa lífið í umferðarslysum á Reykjanesbraut.