Lítil virkni töfrasprota

Bandarísk kona, sem segist hafa keypt hjá konu, sem segist vera miðill, töfrasprota sem eyða átti neikvæðum hugsunum, segir að 5.400 dollarar í buddu hennar hafi verið það eina sem hafi horfið.

Joann Zansky, 57 ára, segist hafa greitt konunni 5.400 dollara fyrir þrjá sprota. „Hún var frábær leikkona,“ sagði Zansky. „Ég trúði henni.“

Zansky segist hafa haft samband við lögregluna í Bethlehem í Pennsylvaníu þegar hana fór að gruna að sprotarnir virkuðu alls ekki eins og þeir áttu að gera.

Lögregla rannsakar nú málið og hvort um svik sé að ræða. Formleg ákæra hefur ekki verið lögð fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir