Vélmenni metur það hversu aðlaðandi karlmönnum þykir kona

Sérfræðingar á sviði gervigreindar í Fife á Skotlandi hafa þróað vélmennishaus sem þeir segja að geti á vísindalegan hátt metið það hversu aðlaðandi karlmönnum finnst kona, að því er segir í frétt BBC. Þeir segja þó að þessi tækni virki ekki öfugt þar sem konur meta karlmenn síður út frá útlitinu einu saman.

Sérfræðingar Intelligent Earth-fyrirtækisins segja að vélmennishöfuðið geti reiknað út hversu kvenlegt eða karlmannlegt andlit er. Þá segja þeir að þegar kemur að kvenmannsandlitum geti hausinn metið hversu aðlaðandi karlmönnum finnst viðkomandi.

David Cumming framkvæmdastjóri segir: „Gervigreindartæknin sem við höfum þróað hér lærir að greina kyn fólks með því að byggja á fyrri reynslu, líkt og heili barna gerir.“ Hann segir hausinn skoða nokkra þætti til að ákvarða kyn manneskju. Vélmennið er fljótara að átta sig á því að viðkomandi er kona ef hún hefur mörg klassísk einkenni kvenleika.

Cumming segir rannsóknir á sviði sálfræði hafa sýnt fram á að þokki kvenna er í beinu sambandi við kvenleikann og því sé unnt að nota þennan mælikvarða á það hversu aðlaðandi karlmönnum muni þykja kona.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka