Það er ekki alltaf satt, sem sagt er, að gamalt fólk sé siðavendnin uppmáluð en unga fólkið til alls víst. Dómstóll í Róm dæmdi í fyrradag par, 86 ára karl og 74 ára vinkonu hans, í 50 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ósiðsemi á almannafæri en þau voru staðin að ástríðufullum ástaleik inni í bíl í almenningsgarði.