Dregið hefur úr fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði í gærkvöldi og birtir í dag. Mælist fylgi flokksins 27,1% en var 34,5% í síðustu könnun DV í byrjun mars. Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 42,7% en var 42,2% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks mældist 15% og hefur aukist um 2,8 prósentustig, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er 9,4% samkvæmt könnuninni en var 7,7% í byrjun mars. Þá mælist fylgi Frjálslynda flokksins 5,5% en var 3,3% í síðustu könnun.
Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. 13% voru óákveðin og 7% neituðu að svara og hefur hlutfall óákveðinna farið minnkandi.