Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis 41,7% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun sem Viðskiptaráðgjöf IBM gerði fyrir Stöð 2 dagana 4-6. apríl. Er þetta svipað fylgi og mældist í könnun sem gerð var 20.-23. mars. Samfylkingin mældist með 30% fylgi og lækkar um 4,2 prósentustig.
Vinstrihreyfingin-grænt framboð mældist með 10,5% fylgi nú en var með 8,2% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 8,2% nú en 10,2% í mars. Fylgi Frjálslynda flokksins mældist 7% nú en 4,8% í mars. Aðrir flokkar fengu samtals 2,6% fylgi.
Úrtakið í könnuninni var lagskipt slembiúrtak fólks á aldrinum 18-67 ára. Spurðir voru 800 einstaklingar.