Hætti lífi sínu til að koma í veg fyrir banaslys á Reykjanesbrautinni

„Þetta var eina átt­in sem ég gat stefnt í án þess að lenda á öðrum bíl­um. Stór­slys hefði verið óumflýj­an­legt ef ég hefði ekki beygt frá,“ seg­ir Ólaf­ur Guðmunds­son bíl­stjóri sand­flutn­inga­bíls­ins sem steypt­ist fram af kanti á Reykja­nes­braut­inni á miðviku­dag og lenti ofan í aðgöngu­leið und­ir­ganga við Reykja­nes­braut. Ólaf­ur var að aka norður eft­ir Reykja­nes­braut­inni þegar fólks­bíll úr gagn­stæðri átt beygði í veg fyr­ir hann. Sá Ólaf­ur eng­an ann­an kost í stöðunni en að beygja ósjálfrátt frá, þótt hann vissi að það gæti hæg­lega kostað hann lífið. Á flutn­inga­bíln­um var 40 tonna hlass og úti­lokað að stöðva svo þung­an bíl fyr­ir­vara­laust. Er Ólaf­ur ekki í vafa um að marg­falt bana­slys hefði hlot­ist af ef hann hefði ekki beygt frá. Alls staðar voru bíl­ar í kring og eina ráðið var að fara út af. Steypt­ist bíll­inn niður af kant­in­um með þeim af­leiðing­um að stýris­húsið gekk sam­an og Ólaf­ur grófst hálf­ur und­ir sandi sem rann inn í stýris­húsið. At­vikið varð á gatna­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Lækj­ar­götu í Hafnar­f­irði. Hann seg­ist hafa gert sér grein fyr­ir því að ákvörðun sín gæti orðið sér dýr­keypt, þar sem hann vissi hvað væri hand­an við kant­inn. Sem bet­ur fór rann hann í átt að farþega­dyr­un­um þegar bíll­inn lenti á nef­inu og komst þannig hjá því að kremj­ast til bana við stýrið.

Held að all­ir hefðu gert það sama

Hann seg­ir röð til­vilj­ana hafa ráðið því að ekki fór verr í þessu til­viki. Þannig hafi það verið ein­stakt lán að ekki var gang­andi veg­far­andi við und­ir­göng­in þegar bíll­inn lenti þar fyr­ir­vara­laust. Til­vilj­un réð því líka að Ólaf­ur var að aka með sand­hlass í þetta skiptið en ekki svo­kallað böggla­berg, hnull­unga, sem hefði valdið því að tengi­vagn­inn hefði rifnað frá bíln­um og lent á hon­um með enn verri af­leiðing­um. "Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta þurfti á annað borð að ger­ast," seg­ir hann.

Ólaf­ur vildi koma á fram­færi þökk­um til starfs­fólks Land­spít­al­ans fyr­ir frá­bæra umönn­um svo og allra þeirra sem unnu að björg­un hans á vett­vangi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert