Björn, Sigríður Anna og Þorgerður Katrín ráðherrar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björn Bjarnason og Sigríður Anna Þórðardóttir verða …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björn Bjarnason og Sigríður Anna Þórðardóttir verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Sverrir

Sigríður Anna Þórðardóttir verður umhverfisráðherra haustið 2004 þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við því ráðuneyti og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra um áramótin og tekur þá við af Tómasi Inga Olrich sem verður að öllum líkindum sendiherra í París. Þá verður Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra en Sólveig Pétursdóttir, sem hefur gegnt því embætti, verður 2. varaforseti Alþingis en tekur við embætti forseta Alþingis af Halldóri Blöndal haustið 2005. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld.

Davíð Oddsson verður forsætisráðherra fram til 15. september 2004 þegar Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins tekur við. Geir H. Haarde verður áfram fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen verður áfram sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Þá verður Einar K. Guðfinnsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins en Sigríður Anna gegnir því embætti nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert