Nýir ráðherrar koma til Bessastaða

Árni Magnússon kemur til ríkisráðsfundarins á Bessastöðum í dag.
Árni Magnússon kemur til ríkisráðsfundarins á Bessastöðum í dag. mbl.is/Arna Schram

Ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Tveir nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórninni, þeir Árni Magnússon, sem verður félagsmálaráðherra í stað Páls Péturssonar, og Björn Bjarnason, sem verður dóms- og kirkjumálaráðherra í stað Sólveigar Pétursdóttir. Á næsta ári taka síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir sæti í ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin, sem setið hefur undanfarin fjögur ár, skilaði af sér á ríkisráðsfundi klukkan 11 og sátu ráðherrar síðan hádegisverðarboð forseta Íslands á Bessastöðum. Annar ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hófst síðan eftir hádegið.

Páll Pétursson sagði, þegar hann yfirgaf Bessastaði í dag, að hann sæi eftir starfi félagsmálaráðherra. „Það er ekkert tilhlökkunarefni að missa vinnuna og ég þarf að fara að leita mér að nýrri vinnu," sagði hann.

Sólveig Pétursdóttir sagði að síðasta kjörtímabil hefði verið mjög ánægjulegur tími og dýrmætur tími. „Það er auðvitað þannig í slíku embætti að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir og ekki er hægt að gera svo öllum líki en það hafa verið mjög mörg áhugaverð mál sem ég hef fengist við," sagði Sólveig. Hún sagði að verið væri að skoða hvernig þingflokkur sjálfstæðismanna skipti með sér störfum í þinginu og hún hefði áhuga á ýmsum þáttum þar. Sólveig verður 2. varaforseti Alþingis til haustsins 2005 þegar hún tekur við embætti þingforseta.

Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir eiginkona hans yfirgefa Bessastaði.
Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir eiginkona hans yfirgefa Bessastaði. mbl.is/Arna
Sólveig Pétursdóttir.
Sólveig Pétursdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert