Þrettán ára indverskur drengur pissar vængjuðum bjöllum eftir að egg skordýranna hafa klakist í líkama hans.
Í frétt Reuters segir að læknar hafi fundið bjöllurnar þegar þeir skoðuðu drenginn eftir að hann kvartaði undan verk í nára. Hann sagðist einnig finna til þegar hann kastaði af sér þvagi.
Læknarnir urðu furðu lostnir að finna bjöllurnar. Þær eru ríflega hálfur sentimetri að lengd. Drengurinn er nú á lyfjum sem vonast er til að drepi eggin í líkama hans.