Saltsýra lak úr tanki í Sundahöfn

Vatni úðað á slökkviliðsmann í Sundahöfn í dag eftir að …
Vatni úðað á slökkviliðsmann í Sundahöfn í dag eftir að búið var að þétta tankinn sem saltsýran lak úr. Tankurinn sést hangandi í krana í baksýn. mbl.is/Júlíus

Hluta athafnasvæðis Eimskipa í Sundahöfn hefur verið lokað vegna saltsýruleka. Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðsmanna hefur verið sent á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Eimskipa kom lekinn úr um 20 þúsund lítra tanki, en óljóst er hversu mikið af efninu lak út. Efnið er ætandi og hættulegt við innöndun. Eiturský myndaðist á svæðinu, en engum varð meint af.

Í fréttatilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í morgun segir að tankurinn hafi verið geymdur á afmörkuðu svæði fyrir hættuleg efni í Sundahöfn. Það voru starfsmenn skipafélagsins sem tilkynntu um lekann skömmu eftir klukkan níu í morgun en þeir urðu varir við lekann við venjubundið eftirlit.

Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn úðuðu vatni á eiturskýið til þess að eyða því. Fljótlega tókst einnig að finna upptök lekans og stöðva hann. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Reykjavíkur verður líklega hægt að hreinsa burt efnið fyrir hádegi í dag og opna svæðið á ný.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Eimskipa er tankurinn á vegum Olís. Hann kom með skipi frá útlöndum í gær og átti að fara út á land.

Slökkviliðsmenn bera saman bækur sínar í Sundahöfn.
Slökkviliðsmenn bera saman bækur sínar í Sundahöfn. mbl.is/Júlíus
Fjölmennt lið frá slökkviliði og lögreglu er í Sundahöfn vegna …
Fjölmennt lið frá slökkviliði og lögreglu er í Sundahöfn vegna eiturefnalekans. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert