„Hjólað í vinnuna“ er nýjasta átak Íslands á iði

Ísland á iði, fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambandsins til hollara lífernis, stendur í næstu viku, 18. – 22. ágúst, fyrir heilsueflingarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Meginmarkmið átaksins, að sögn ÍSÍ, er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Um er að ræða keppni milli fyrirtækja þar sem starfsfólk er hvatt til að hvíla bílinn og hjóla þess í stað til og frá vinnu. Keppt er á þrennum vettvangi; flestir hjólaðir dagar, flestir kílómetrar hjólaðir og glæsilegustu liðin. Flokkarnir eru einnig þrír; tíu eða færri starfsmenn, 11 til 30 starfsmenn og 31 eða fleiri. Lið má innihalda allt að tíu manns og geta fjölmennir vinnustaðir því teflt fram mörgum liðum og skipt þeim til dæmis eftir deildum á vinnustað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert