BBC world ekki send út lengur

Norðurljós hafa hætt endurvarpi útvarps heimsþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC (BBC World Service). Að sögn Kristjáns Jónssonar, forstöðumanns og markaðsstjóra dagskrárdeildar útvarpssviðs Norðurljósa, var nauðsynlegt að hætta endurvarpinu vegna hagræðingar og breytinga á dagskrá útvarpssviðs.

"Við urðum að taka þessa ákvörðun í ljósi hagræðingar, enda hefur þetta einungis verið kostnaður fyrir okkur. Hins vegar vildum við veita hlustendum útvarpssviðs Norðurljósa þessa þjónustu eins lengi og við gátum," segir Kristján. Að hans sögn hefur nokkuð borið á athugasemdum hlustenda vegna þessa, en við það verði að sitja um óákveðinn tíma, að minnsta kosti meðan önnur útsendingartíðni liggi ekki á lausu.

Rokkstöðin Skonrokk til starfa

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka