Heimildarmynd um hraðbraut Íslands

Undirbúningur er hafinn að gerð heimildarmyndar um Reykjanesbrautina, væntanlega hraðbraut Íslands.

Aðstandendur myndarinnar hafa verið leita eftir styrkjum hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum til að gera myndina.

Í bréfi þeirra kemur fram að sýnd verður breytingin á þessari leið frá því Óli póstur lagði vörður eftir Reykjanesinu til þess að Reykjanesbrautin breytist í stystu hraðbraut í heimi, eða hraðbraut Íslands.

Fjallað verður um atburði sem tengjast brautinni, meðal annars Keflavíkurgöngur hernámsandstæðinga. Nefnt er að margar og skemmtilegar þjóðsögur gerist á leiðinni og einnig gerð grein fyrir byggðarlögunum og varnarliðinu.

Að verkefninu komu Kristlaug Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi, Hrafnhildur Hafberg framkvæmdastjóri og Viðar Oddgeirsson kvikmyndatökumaður. Samstarfsaðili þeirra er kvikmyndafyrirtækið Glansmyndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert