Síminn hefur ákveðið að halda námskeið þar sem starfsfólki fyrirtækja er kennt á GSM-síma. Markmiðið með námskeiðunum er að starfsmenn læri betur að nýta sér þau tæki sem þeir hafa undir höndum.
"Námskeiðin byggjast upp á stuttum grunni og á verklegri kennslu. Í upphafi er farið í vinsælustu gerðir síma, Nokia, Ericsson og Motorola símana. Þá er boðið upp á sérnámskeið fyrir notendur eftir því hvaða gerð af síma þeir nota. Auk þess verður blanda af almennum námskeiðum og sérnámskeiðum," segir í fyrirtækjafréttum Símans.
Þar kemur að Síminn og Mímir símenntun hafi í fyrra einnig boðið almenningi á slík námskeið.