Evrópumet slegið með þátttöku ríflega 100 kvenna í fjöltefli

Sumir þátttakendurnir voru ekki háir í loftinu.
Sumir þátttakendurnir voru ekki háir í loftinu. mbl.is/Jim Smart

Alls tóku 102 kon­ur þátt í fjöltefli sem fram fór í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag og settu þar með Evr­ópu­met hvað varðar þátt­töku í kvenna­fjöltefli. Að sögn Guðfríðar Lilju Grét­ars­dótt­ir, alþjóðlegs meist­ari kvenna í skák og ell­efufald­ur Íslands­meist­ari kvenna, komust færri kon­ur að en vildu sök­um pláss­leys­is. „Það þurfti að rjúka út í bæ og ná í fleiri skák­borð,“ seg­ir Guðfríður Lilja. Teflt var í glugga­kist­um og hvar sem færi var á.

„Þetta var stór­kost­legt og ógleym­an­legt,“ seg­ir hún enn­frem­ur. „Alls kyns kon­ur komu úr öll­um átt­um og sum­ar miklu sterk­ari en maður átti von á. Þannig að það var mjög gam­an,“ seg­ir Guðfríður.

Þrem­ur kon­um tókst að máta kvenna­sveit Tafl­fé­lags­ins Hell­is og var það þær Bára Bald­urs­dótt­ir, sagn­fræðing­ur hjá Reykja­víkuraka­demí­unni, Tinna Gunn­laugs­dótt­ir leik­kona og Jó­hanna Björg Jó­hanns­dótt­ir 10 ára sem vann telp­urn­ar tvær. Guðfríður seg­ir að Bára og Tinna séu ekki þekkt­ar í skák­heim­in­um á Íslandi.

Fimm kon­ur skipa kvenna­sveit­ina, sem all­ar eru landsliðskon­ur í skák, og tvær stúlk­ur, Hall­gerður Helga 10 ára og Elsa María 14 ára. Landsliðið er að fara á Evr­ópu­mót skák­fé­laga og er það í fyrsta skiptið sem ís­lenskt skák­fé­lag send­ir kvenna­sveit til keppni á alþjóðleg­an viðburð, seg­ir Guðfríður Lilja. „Þannig að þetta var eins kon­ar upp­hit­un fyr­ir okk­ur,“ seg­ir hún. Stúlk­urn­ar tvær eru að fara á heims­meist­ara­mót barna- og ung­linga í októ­ber.

Yfir 50 þjóðþekkt­um kon­um var stefnt að skák­borðunum í ráðhús­inu og átti Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, fyrsta leik­inn. Þá voru all­ar kon­ur hvatt­ar til að taka þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert