Olíufélögin lækka öll verð á bensínlítra um 3,50 kr.

mbl.is

Olíu­fé­lög­in þrjú, sem selja eldsneyti á bif­reiðir, Esso, Olís og Skelj­ung­ur, hafa öll lækkað verð á bens­íni um 3,50 kr. á lítra frá og með deg­in­um í dag. Esso reið á vaðið í gær með því að til­kynna um lækk­un hjá sér og síðan til­kynntu Olís og Skelj­ung­ur um sína lækk­un. Ástæða lækk­un­ar­inn­ar er lækk­un á heims­markaðsverði olíu. Eft­ir lækk­un­ina er verð hvers lítra af 95 okt­ana bens­íni kr. 92,60 í sjálfsaf­greiðslu hjá olíu­fé­lög­un­um þrem­ur og fullt þjón­ustu­verð þeirra er kr. 96,60 lítr­inn.

Á Esso Express stöðvum kost­ar lítri af 95 okt­ana bens­íni kr. 91,40. Auk þessa veit­ir Esso sjálfsaf­greiðslu­afslátt á öðrum stöðvum fé­lags­ins.  Þá fá Safn­korts­haf­ar kr. 1,00 á hvern bens­ín­lítra í formi punkta inn á Safn­kort sín.

Verð á ÓB stöðvum á 95 okt­ana bens­íni er kr. 91,40 krón­ur á lítra. Þá veit­ir fé­lagið þeim sem greiða með vild­ar­korti Visa og Flug­leiða um það bil 1,50 krón­ur á lítra í af­slátt auka­lega í formi vild­arpunkta.

Verð á 99 okt­ana Shell V-Power er eft­ir verðbreyt­ingu kr. 101,40 lítr­inn í sjálfsaf­greiðslu en ann­ars kr. 105,40. Hand­haf­ar vild­ar­korta Shell fá viðbót­arafslátt í formi punkta sem jafn­gild­ir um kr. 1,50 fyr­ir hvern lítra bens­íns sem keypt­ur er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert