Heimdallur vill að ríkið spari 63 milljarða

Atli Rafn Björnsson, formaður Heimdallar, afhendir Helga Hjörvari og Magnúsi …
Atli Rafn Björnsson, formaður Heimdallar, afhendir Helga Hjörvari og Magnúsi Stefánssyni tillögur Heimdallar og gullfiskinn. mbl.is/Ásdís

Stjórn Heimdallar afhenti í dag fjárlaganefnd niðurskurðartillögur félagsins vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2004. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, tók við tillögum Heimdallar í Alþingishúsinu fyrir hönd nefndarinnar. Við sama tækifæri afhenti stjórn Heimdallar fjárlaganefnd gullfisk til merkis um að hömlulaus eyðsla hins opinbera minnti á hömlulaust át gullfiska.

Í dag mun Heimdallur jafnframt færa þingmönnum eintak af niðurskurðartillögunum auk þess sem hver og einn þingmaður fær að gjöf sérstaklega hannað greiðslukort frá Heimdalli, sem búið er að klippa í sundur.

Í tilkynningu frá Heimdalli segir, að sé niðurskurðartillögum Heimdallar fylgt muni sparast 63 milljarðar króna, eða sem svarar til 23% af fjárlögum, án þess að hróflað sé við heilbrigðis- eða menntakerfinu. M.a. leggur Heimdallur til að eftirtaldir útgjaldaliðir verði felldir brott úr frumvarpinu svo aukið svigrúm skapist til að skattalækkana og segir að einstaklingar séu fullfærir um að sinna þeim á frjálsum markaði:

Ríkisútvarpið (2188 milljónir)
Byggðastofnun (292,1 milljón)
Sendiráð Íslands í Ottawa (53,1 milljón)
Ferðamálaráð (245,9 milljónir)
Útflutningsráð Íslands (255,4 milljónir)
Greiðslur vegna sauðfjár-, mjókur-, grænmetisframleiðslu (7030 milljónir)
Rannsóknarsjóður til að auka verðmæti sjávarfangs (100 milljónir)
Biblíuþýðingar (0,6 milljónir)
Ríkissáttasemjari (53,7 milljónir)
Sinfóníuhljómsveit Íslands (257,2 milljónir)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert