Konur hvattar til að sækja um launahækkun

Frá kvennafrídeginum 24. október 1975 þegar tugir þúsunda kvenna lögðu …
Frá kvennafrídeginum 24. október 1975 þegar tugir þúsunda kvenna lögðu niður vinnu, söfnuðust saman á Lækjartorgi og kröfðust jafnréttis kynjanna.

Í dag, 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna, hófst Femínistavikan - byggjum brýr, dagskrá skipulögð af Femínistafélagi Íslands. Dagskráin hófst kl. átta í morgun með morgunverðarfundi á Grand hóteli um launamun kynjanna og kl. 16-18 verður sýningin Ecce Femina opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Í tengslum við opnun sýningarinnar verður flutt bókmenntadagskrá um sjálfslýsingar kvenna, einkum í ævisögum og endurminningum.

Á heimasíðu Femínistafélagsins segir að það hvetji konur til að sækja um launahækkun í dag. „...skorar Femínistafélagið á konur um allt land að ganga á fund vinnuveitanda síns og biðja um launahækkun. Jafnframt skorar félagið á atvinnurekendur að skoða launamun kynjanna innan síns fyrirtækis eða stofnunar, leggja spilin á borðið og setja fram áætlun um hvernig launabilið skuli brúað.“ Því hafi verið haldið fram að launamisrétti kynjanna sé konum sjálfum að kenna, þær krefjist einfaldlega ekki hærri launa. „Ef þetta er rétt þá er ekkert annað að gera en að fara og biðja um launahækkun. Hvernig bregðast atvinnurekendur við? Látum á það reyna föstudaginn 24. október.“

Dagskrá Femínistavikunnar- byggjum brýr

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert