Konur hvattar til að sækja um launahækkun

Frá kvennafrídeginum 24. október 1975 þegar tugir þúsunda kvenna lögðu …
Frá kvennafrídeginum 24. október 1975 þegar tugir þúsunda kvenna lögðu niður vinnu, söfnuðust saman á Lækjartorgi og kröfðust jafnréttis kynjanna.

Í dag, 24. októ­ber, á degi Sam­einuðu þjóðanna, hófst Femín­ista­vik­an - byggj­um brýr, dag­skrá skipu­lögð af Femín­ista­fé­lagi Íslands. Dag­skrá­in hófst kl. átta í morg­un með morg­un­verðar­fundi á Grand hót­eli um launamun kynj­anna og kl. 16-18 verður sýn­ing­in Ecce Fem­ina opnuð í Lista­safni Reykja­vík­ur í Hafn­ar­hús­inu. Í tengsl­um við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar verður flutt bók­mennta­dag­skrá um sjálfs­lýs­ing­ar kvenna, einkum í ævi­sög­um og end­ur­minn­ing­um.

Á heimasíðu Femín­ista­fé­lags­ins seg­ir að það hvetji kon­ur til að sækja um launa­hækk­un í dag. „...skor­ar Femín­ista­fé­lagið á kon­ur um allt land að ganga á fund vinnu­veit­anda síns og biðja um launa­hækk­un. Jafn­framt skor­ar fé­lagið á at­vinnu­rek­end­ur að skoða launamun kynj­anna inn­an síns fyr­ir­tæk­is eða stofn­un­ar, leggja spil­in á borðið og setja fram áætl­un um hvernig launa­bilið skuli brúað.“ Því hafi verið haldið fram að launam­is­rétti kynj­anna sé kon­um sjálf­um að kenna, þær krefj­ist ein­fald­lega ekki hærri launa. „Ef þetta er rétt þá er ekk­ert annað að gera en að fara og biðja um launa­hækk­un. Hvernig bregðast at­vinnu­rek­end­ur við? Lát­um á það reyna föstu­dag­inn 24. októ­ber.“

Dag­skrá Femín­ista­vik­unn­ar- byggj­um brýr

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert