Sex varamenn tóku sæti á Alþingi í dag

Í upphafi þingfundar í dag tóku sex varamenn sæti á Alþingi: Árni Steinar Jóhannsson fyrir Jón Bjarnason, Ásgeir Friðgeirsson fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur, Ásta Möller fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, Brynja Magnúsdóttir fyrir Björgvin G. Sigurðsson, Einar Karl Haraldsson fyrir Mörð Árnason og Lára Margrét Ragnarsdóttir fyrir Sólveigu Pétursdóttur.

Aðeins þrír ráðherrar eru nú á landinu, þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráherra. Fjarvistir þingmanna og ráðherra skýrast aðallega af Norðurlandaþingi sem nú stendur yfir í Ósló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert