Þær eru sérstakar morgunstundirnar á leið til náms eða vinnu, vitandi af þeim ótal verkefnum sem bíða. Hvort sem verkefnin framundan eru spennandi eða óáhugaverð þá kemur tími á að halda áfram til móts við nýjan dag. Umferðin mjakast áfram og vegfarendur fara ferða sinna og síðan má sjá sama fólkið á heimleið.