Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, hlaut farandgrip Búnaðarsambands Austurlands "Kjark og þor sveitanna" sem er veittur bændum á Austurlandi sem þótt hafa skarað fram úr á einhvern hátt með kjarki sínum og þori.
Afhendingin fór fram á Bændahátíð í Valaskjálf. Eymundur fær verðlaunin fyrir gott þróunar- og markaðsstarf ásamt heilstæðri uppbyggingu á lífrænu búi. Verðlaunin voru nú veitt sjötta árið, en farandgripurinn er gerður og gefin af Eik á Miðhúsum.