Ákvörðun Air Greenland „algjört kjaftshögg“

"ÞETTA eru klár­lega mik­il von­brigði og ég held þessi tíðindi hafi komið flatt upp á alla hér," sagði Kristján Þór Júlí­us­son, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, um þá ákvörðun stjórn­ar Air Green­land að hætta flugi milli Ak­ur­eyr­ar og Kaup­manna­hafn­ar. Síðasta ferðin verður 1. des­em­ber næst­kom­andi, en áætl­un­ar­flugið milli þess­ar­ar áfangastaða hófst í lok apríl á þessu ári. Flogið hef­ur verið milli staðanna tvisvar í viku

"Vænt­ing­ar sem Air Green­land gerði til þessa áætl­un­ar­flugs hafa ekki gengið eft­ir, hvorki í fjölda farþega né fragt­flutn­ing­um. Einnig er sýnt að á næsta ári mun sam­keppni í flugi milli Íslands og Dan­merk­ur aukast," seg­ir í frétt frá Græn­lands­flugi.

Farþega­fjöldi hef­ur ekki verið í takt við vænt­ing­ar fé­lags­ins, en Michael Binzer, sölu- og markaðsstjóri Græn­lands­flugs, sagði þegar fé­lagið kynnti áform sín í byrj­un mars síðastliðinn að stefnt væri að því að ná um 12 þúsund farþegum á ár­inu, þ.e. á 8 mánaða tíma­bili. Hann nefndi að for­svars­menn fé­lags­ins gerðu sér grein fyr­ir að þeir væru að taka mikla áhættu með því að bjóða upp á þessa áætl­un­ar­leið en þeir legðu traust sitt á heima­menn.

Fimmti hver íbúi svæðis­ins farið utan með fé­lag­inu

Ragn­heiður sagði tíðind­in hafa komið fyr­ir­vara­laust, eng­inn for­svars­manna flug­fé­lags­ins hefði haft sam­band við ferðaskrif­stof­una og látið vita hvað í vænd­um væri. Þá væri fyr­ir­var­inn einnig skamm­ur, flug­inu yrði hætt eft­ir þrjár vik­ur. Nán­ast all­ar vél­ar fyr­ir jól væru full­bókaðar, m.a. væru náms­menn á heim­leið í jóla­frí og þeir yrðu nú fyr­ir mikl­um óþæg­ind­um.

Eng­ar skýr­ing­ar fást

Hann sagði að fyr­ir­tækið hlyti að hafa for­send­ur fyr­ir sinni ákvörðun, en í ljósi þess sem menn höfðu lagt á sig við að fá leyfið ".þá höf­um við eng­ar skýr­ing­ar á þess­ari al­gjöru stefnu­breyt­ingu fé­lags­ins og það finnst mér miður".

Í frétt frá flug­fé­lag­inu seg­ir að Ice­land Express muni fjölga ferðum milli Kefla­vík­ur og Kaup­manna­hafn­ar um helm­ing á næsta ári og því fyr­ir­séð að flug­leiðin milli Ak­ur­eyr­ar og Kaup­manna­hafn­ar eigi í vök að verj­ast. Þá hafi Flug­leiðir lækkað verð farmiða á þess­ari leið veru­lega. "Erfitt hef­ur verið fyr­ir Air Green­land að keppa við þessi lágu far­gjöld og er ljóst að marg­ir Norðlend­ing­ar hafa frek­ar kosið að fara til Kefla­vík­ur og fljúga með Ice­land Express eða Icelanda­ir en að fljúga með Air Green­land til Kaup­manna­hafn­ar," seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert