Jólatré úr Hallormsstaðaskógi til Berlínar

Unnið við að fella jólatréð sem flutt verður til Berlínar.
Unnið við að fella jólatréð sem flutt verður til Berlínar. mbl.is/Steinunn

Í gær var fellt í Hallormsstaðaskógi jólatré það sem prýða mun sameiginlegt torg sendiráða Norðurlandanna í Berlín í Þýskalandi. Norðurlöndin skiptast á að leggja til jólatré á torgið og nú er röðin komin að Íslandi í fyrsta sinn. Fyrir valinu varð 60 ára gamall fjallaþinur, 14,5 metra hár, í trjásafninu í Hallormsstaðskógi sem er hluti af gömlum trjám frá fyrstu árum skógræktar á Íslandi.

Stytta þurfti tréð um u.þ.b. tvo metra til að það kæmist í 40 feta flutningagám og þegar það hafði verið útbúið til flutnings, var farið með það til Eskifjarðar þar sem það fer í skip í lok vikunnar.

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er sagt að þetta sé í fyrsta sinn sem tré frá Íslandi sé flutt um svo langa vegu til útlenda sem jólatré. Skógræktin hefur undanfarin ár útvegað tré sem Austur-Hérað gefur vinabænum Rúnavík í Færeyjum, en þetta er fyrsta íslenska jólatréð sem flutt er út til skógi vaxins lands í Evrópu.

Skógrækt ríkisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert