Háskólafundur frestaði ákvörðun í skólagjaldamáli

Páll Skúlason heilsaði mótmælendum úr röðum stúdenta, áður en hann …
Páll Skúlason heilsaði mótmælendum úr röðum stúdenta, áður en hann gekk til Háskólafundar í dag. mbl.is/Sverrir

Háskólafundur frestaði á fundi sínum í dag að taka ákvörðun um hvort óskað verði eftir því við menntamálaráðherra að hún beiti sér fyrir því að veita Háskóla Íslands heimild til að innheimta skólagjöld við skólann. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sagði að væntanlega yrði ákvörðun um málið tekin á Háskólafundi í byrjun maí. „Bæði þeir sem voru fylgjandi heimildinni og þeir sem mæltu gegn henni, óskuðu eftir lengri tíma til að skoða málið betur,“ sagði Páll Skúlason að fundinum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert