Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Hún var þrisvar kölluð út vegna slagsmála, en engin alvarleg meiðsli urðu á fólki. Einn aðili hefur þó sagst ætla að leggja fram kæru. Þá hafði lögreglan afskipti af manni vegna fíkniefna. Engin fíkniefni fundust við leit, en maðurinn mun hafa komið við sögu áður vegna fíkniefna.