Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að ekki liggi fyrir hvenær Alþingi verði kallað saman vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðareiðslu um fjölmiðlalögin. Hún segir að þingið þurfi að koma sér saman um löggjöf sem snýr að slíkri atkvæðagreiðslu, að því er fram kom í fréttum RÚV. Þá segir ráðherra að ríkisstjórnin þurfi að upplýsa almenning betur um lögin áður en atkvæðagreiðsla fari fram. Þorgerður Katrín sagði ennfremur í samtali við RÚV að þjóðaratkvæðagreiðslan sé engin ógnun við ríkisstjórnina.