Baldur Ágústsson opnar kosningaskrifstofu

Frá opnun kosningaskrifstofu Baldurs Ágústssonar í dag.
Frá opnun kosningaskrifstofu Baldurs Ágústssonar í dag. mbl.is/Golli

Baldur Ágústsson, einn frambjóðenda vegna forsetakosninganna í júní, opnaði klukkan 16 í dag kosningaskrifstofu í Þverholti 11 í Reykjavík. Í tilkynningu frá framboði Baldurs segir að á skrifstofunni muni stuðningsmenn hans eiga athvarf í kosningabaráttunni. Þar segir jafnframt að áherslur Baldurs í framboðinu séu margþættar, en einna hæst beri markmið hans að hefja embættið aftur til fyrri virðingar og yfir deilur og dægurþras.

„Þá leggur Baldur áherslu á að hann telji að forsetinn hafi heimild, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, til að hafna staðfestingu laga og leggja þau í dóm þjóðarinnar. Þessa heimild skal þó aðeins nota í ýtrustu neyð,“ að því er segir í tilkynningunni frá framboði Baldurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert